Hláturjóga og lifandi bókasafn á götuhátíð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2016 10:30 Óðinn og Ingveldur hafa starfað á vegum Hins hússins í sumar. Óðinn hjá Götuleikhúsinu og Ingveldur hjá Jafningjafræðslunni. Vísir/AntonBrink Nóg verður um að vera hjá Jafningjafræðslu Hins hússins í dag þegar efnt verður til árlegrar götuhátíðar. Hátíðinni má líkja við nokkurs konar uppskeruhátíð Jafningjafræðslunnar og þeirra listhópa sem starfandi hafa verið í Hinu húsinu í sumar en boðið verður upp á tónlistar- og skemmtiatriði auk veitinga. Hátíðin er með stærra sniði nú en áður og má segja að nokkrar uppskeruhátíðir hafi verið sameinaðar í eina stóra og veglega götuhátíð. „Þetta er smá eins og uppskeruhátíð og við krakkarnir í Jafningjafræðslunni sjáum um að skipuleggja hana,“ segir Ingveldur L. Gröndal, eitt þeirra ungmenna sem starfað hafa með fyrrnefndri Jafningjafræðslu í sumar. Hátíðin fer fram í porti Hins hússins og segir Ingveldur að fjölmargir hafi kíkt við á undanförnum árum enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. En meðal þeirra sem fram koma eru Friðrik Dór, Úlfur Úlfur og Rythmatik. Hin eina sanna Sigga Kling verður líka á svæðinu og spáir í spil fyrir áhugasama, hláturjóga, smokkakennsla og svokallað lifandi bókasafn. „Þá er ýmiss konar fólk sem kemur og talar, þá eru þau í rauninni bækurnar. Núna koma til dæmis Samtökin '78,“ segir Ingveldur. Einnig verður boðið upp á mat og drykk og geta gestir meðal annars gætt sér á pylsum eða bylsum. Ingveldur segir skipulag hátíðarinnar hafa gengið vel og slá botninn í gott sumarstarf en störfum Jafningjafræðslunnar og listahópa á vegum Hins hússins lýkur á morgun. Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki og rekin af Hinu húsinu en hún býður upp á fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífsstíl. Hugmyndafræði hennar er sú að ungur fræði ungan og eru því forvarnir þess unnar af ungu fólki fyrir ungt fólk. Götuleikhús Hins hússins hefur einnig verið á fleygiferð í sumar og efnir til viðburðarins Vængjasláttur í dag. Götuleikhúsið hefur á föstudögum í sumar, líkt og fyrri sumur, staðið fyrir viðburðum undir yfirskriftinni Föstudagsfiðrildi en í dag verður lokahnykkurinn tekinn og verður leikhópurinn fyrir utan Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. „Við verðum með grímukarakterana okkar og ætlum að bjóða fólki að leika með okkur,“ segir Óðinn Ásbjarnarson, einn af meðlimum leikhússins í sumar. Hann segir sumarið hafa verið skemmtilegt og góða stemningu ríkjandi í hópnum. Fyrir áhugasama þá hefst Vængjasláttur Götuleikhússins klukkan 16.00.Götuhátíð Jafningjafræðslunnar fer líkt og áður segir fram í porti Hins hússins sem staðsett er í Pósthússtræti 3-5. Dagskrá hefst klukkan 15.00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júlí. Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Nóg verður um að vera hjá Jafningjafræðslu Hins hússins í dag þegar efnt verður til árlegrar götuhátíðar. Hátíðinni má líkja við nokkurs konar uppskeruhátíð Jafningjafræðslunnar og þeirra listhópa sem starfandi hafa verið í Hinu húsinu í sumar en boðið verður upp á tónlistar- og skemmtiatriði auk veitinga. Hátíðin er með stærra sniði nú en áður og má segja að nokkrar uppskeruhátíðir hafi verið sameinaðar í eina stóra og veglega götuhátíð. „Þetta er smá eins og uppskeruhátíð og við krakkarnir í Jafningjafræðslunni sjáum um að skipuleggja hana,“ segir Ingveldur L. Gröndal, eitt þeirra ungmenna sem starfað hafa með fyrrnefndri Jafningjafræðslu í sumar. Hátíðin fer fram í porti Hins hússins og segir Ingveldur að fjölmargir hafi kíkt við á undanförnum árum enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. En meðal þeirra sem fram koma eru Friðrik Dór, Úlfur Úlfur og Rythmatik. Hin eina sanna Sigga Kling verður líka á svæðinu og spáir í spil fyrir áhugasama, hláturjóga, smokkakennsla og svokallað lifandi bókasafn. „Þá er ýmiss konar fólk sem kemur og talar, þá eru þau í rauninni bækurnar. Núna koma til dæmis Samtökin '78,“ segir Ingveldur. Einnig verður boðið upp á mat og drykk og geta gestir meðal annars gætt sér á pylsum eða bylsum. Ingveldur segir skipulag hátíðarinnar hafa gengið vel og slá botninn í gott sumarstarf en störfum Jafningjafræðslunnar og listahópa á vegum Hins hússins lýkur á morgun. Jafningjafræðslan er skipuð ungu fólki og rekin af Hinu húsinu en hún býður upp á fræðslu sem mælir með heilbrigðum lífsstíl. Hugmyndafræði hennar er sú að ungur fræði ungan og eru því forvarnir þess unnar af ungu fólki fyrir ungt fólk. Götuleikhús Hins hússins hefur einnig verið á fleygiferð í sumar og efnir til viðburðarins Vængjasláttur í dag. Götuleikhúsið hefur á föstudögum í sumar, líkt og fyrri sumur, staðið fyrir viðburðum undir yfirskriftinni Föstudagsfiðrildi en í dag verður lokahnykkurinn tekinn og verður leikhópurinn fyrir utan Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi. „Við verðum með grímukarakterana okkar og ætlum að bjóða fólki að leika með okkur,“ segir Óðinn Ásbjarnarson, einn af meðlimum leikhússins í sumar. Hann segir sumarið hafa verið skemmtilegt og góða stemningu ríkjandi í hópnum. Fyrir áhugasama þá hefst Vængjasláttur Götuleikhússins klukkan 16.00.Götuhátíð Jafningjafræðslunnar fer líkt og áður segir fram í porti Hins hússins sem staðsett er í Pósthússtræti 3-5. Dagskrá hefst klukkan 15.00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. júlí.
Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira