Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 10:08 Skjáskot úr myndbandi Druslugöngunnar þar sem ýmsir þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu útskýra ýmis hugtök sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu. Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00
Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00