Gríðarleg fjölgun hælisumsókna hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 11:12 Fjöldi hælisumsókna eftir mánuðum í ár og í fyrra. mynd/útlendingastofnun Á fyrstu sex mánuðum þessa árs afgreiddi Útlendingastofnun nærri því jafn margar hælisumsóknir og allt seinasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en alls hefur fengist niðurstaða í 310 hælismál það sem af er ári en allt árið 2015 fékkst niðurstaða í 323 mál. „Af málunum 310 voru 159 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 103 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 14 umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 34 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka,“ segir á vef Útlendingastofnunarinnar. Meirihluta þeirra mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun, eða 106 málum. 53 málum lauk með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. „Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (17), Íran (10), Sýrlandi (9) og Afganistan (5) en flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu (60), Makedóníu (21), Kósovó (4) og Serbíu (4).“ Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd hér á landi en á fyrri helmingi þessa árs höfðu 274 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi. „Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (69), Makedóníu (35), Írak (25), Sýrlandi (19) og Palestínu (12). Samtals komu 43% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 75% umsækjenda voru karlkyns (204) og 25% konur (70). 81% umsækjenda voru fullorðnir (222) og 19% börn (52). Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fimm á fyrstu sex mánuðum ársins,“ að því er segir á vef Útlendingastofnunar. Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs afgreiddi Útlendingastofnun nærri því jafn margar hælisumsóknir og allt seinasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef stofnunarinnar en alls hefur fengist niðurstaða í 310 hælismál það sem af er ári en allt árið 2015 fékkst niðurstaða í 323 mál. „Af málunum 310 voru 159 mál tekin til efnislegrar meðferðar, 103 mál voru afgreidd með endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 14 umsækjendur höfðu þegar fengið vernd annars staðar og 34 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka,“ segir á vef Útlendingastofnunarinnar. Meirihluta þeirra mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun, eða 106 málum. 53 málum lauk með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. „Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (17), Íran (10), Sýrlandi (9) og Afganistan (5) en flestir þeirra sem fengu synjun komu frá Albaníu (60), Makedóníu (21), Kósovó (4) og Serbíu (4).“ Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs höfðu 86 einstaklingar sótt um vernd hér á landi en á fyrri helmingi þessa árs höfðu 274 einstaklingar frá 42 löndum sóttu um vernd á Íslandi. „Flestir umsækjendur komu frá Albaníu (69), Makedóníu (35), Írak (25), Sýrlandi (19) og Palestínu (12). Samtals komu 43% umsækjendanna frá löndum Balkanskagans. 75% umsækjenda voru karlkyns (204) og 25% konur (70). 81% umsækjenda voru fullorðnir (222) og 19% börn (52). Umsóknir frá fylgdarlausum ungmennum voru fimm á fyrstu sex mánuðum ársins,“ að því er segir á vef Útlendingastofnunar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00 Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Hælisleitendur fái fjárstuðning til að fara burt Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og IOM um að hælisleitendum sem er neitað um vernd hér á landi sé veittur fjárstuðningur til að fara sjálfviljugir heim. 7. júlí 2016 07:00
Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. 7. júlí 2016 14:15