Það vantaði trommuna í víkingaklappinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. ágúst 2016 06:00 Jón Daði fagnar hér marki sínu gegn Birmingham um síðustu helgi. Nordicphotos/Getty „Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag. Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná að byrja svona vel. Það er alveg frábært og þetta er búið að vera ótrúlega gaman,“ segir Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hefur farið af stað með miklum látum hjá Wolves í ensku B-deildinni. Jón Daði hefur verið í byrjunarliði félagsins í öllum fjórum leikjum tímabilsins, skorað tvö mörk og leikið mjög vel. Liðið hefur ekki enn tapað leik og Jón Daði er þegar orðinn hetja hjá stuðningsmönnum félagsins. „Það voru miklar væntingar gerðar til mín og fínt að létta af sér pressunni strax í upphafi,“ segir Jón Daði en hver er lykillinn að þessari frábæru byrjun hans með Úlfunum?Fengið góðar móttökur „Ég held að það sé að ég hafi verið algjörlega tilbúinn í þennan slag. Vissulega allt nýtt en ég var tilbúinn í það og reyndi að komast inn í allt sem fyrst. Það hefur gengið vel hjá mér. Liðsfélagarnir hafa líka tekið vel á móti mér og það hjálpar auðvitað líka. Það var mjög auðvelt að koma inn í klefann þarna og flott stemning hjá okkur. Ekki skemmir síðan fyrir að það gengur vel. Englendingurinn er með góðan húmor líka. Gaman að þeim. Mér líður mjög vel í þessu umhverfi.“ Selfyssingurinn stæðilega er sérstaklega ánægður með hversu vel hefur gengið að skora en hann taldi sig eiga inni á því sviði. „Mér fannst ég hafa verið óheppinn hjá síðustu félögum. Ég var ekki að fá mörg færi. Spilaði kannski vel en skoraði ekki nóg af mörkum. Þetta er því skref í rétta átt því hér fæ ég fleiri færi. Þessi fótbolti hentar mér líka mjög vel. Af þeim liðum sem höfðu áhuga á mér þá hafði Wolves langmestan áhuga. Það var mjög mikilvægt fyrir mig. Ég finn því fyrir trausti í minn garð. Þetta er bara flott.“Geggjað að taka víkingaklappið Eins og áður segir elska stuðningsmenn Wolves Jón Daða og hann tók víkingaklappið vinsæla með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum félagsins eftir sigurinn gegn Birmingham um nýliðna helgi. „Þetta er geggjað og nánast „flashback“ frá EM að fá að taka víkingaklappið aftur með stuðningsmönnum. Þetta var rosalega skemmtilegt og frábært að ná að tengjast stuðningsmönnunum svona strax. Ég leiddi klappið fyrir okkur en það vantaði trommuna hjá áhorfendum. Þetta var of hratt og ekki alveg eins svalt og á EM. Það verður einhver að redda trommu þarna,“ segir Jón Daði og hlær. „Ef það er einhvern tíma hægt að tala um draumabyrjun þá er það þessi byrjun hjá mér hérna. Vonandi næ ég að halda dampi. Þetta er langt tímabil og mitt markmið er að reyna að halda stöðugleika í vetur. Það er áskorun. Það er búið að bæta við leikmönnum og samkeppnin verður áfram hörð og ég tek henni bara. Hún heldur manni á tánum og gerir mann betri.“Zenga er fyndinn Þjálfari félagsins er hinn þekkti Ítali Walter Zenga. Zenga var einn besti markvörður heims á sínum tíma og mikil goðsögn í fótboltaheiminum. Jón Daði er ánægður með hann þó að honum finnist æfingaálagið kannski aðeins of mikið. „Hér er æft og æft og ekkert frí. Zenga er ekkert mikið í því að gefa frí,“ segir Jón Daði léttur. „Það er gaman að Zenga. Hann er mikill karakter og er með annan Ítala með sér. Þetta eru fyndnir strákar. Alvarlegir og fyndnir á sama tíma. Hann er auðvitað með miklar kröfur og aga samt,“ bætir Selfyssingurinn við en hann er þó ekki nógu gamall til þess að muna eftir leikmanninum Zenga en er búinn að kynna sér feril hans vel í dag.
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira