ISAL kannar lögmæti aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Boðaðar verkfallsaðgerðir Hlífar um miðja næstu viku ná til ellefu starfsmanna sem starfa við uppskipun í álverinu í Straumsvík. vísir/gva Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Sjá meira
Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00