Markmiðið að fleiri lesi góðar bækur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. júlí 2016 09:45 "Ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef Guð lofar,“ segir Páll. Vísir/Hanna Mér líst vel á þetta starf, annars hefði ég ekki sagt já við því,“ segir Páll Valsson rithöfundur sem sest í stól útgáfustjóra hjá Bjarti um næstu mánaðamót. „Bókaforlagið Bjartur var stofnað af æskuvini mínum Snæbirni Arngrímssyni og mér hefur alltaf verið hlýtt til þess. Þar hafa menn einbeitt sér að góðum bókmenntum í gegnum tíðina og staðið sig vel. Mér sýnist ég taka við góðu búi.“ Páll var um margra ára skeið útgáfustjóri Máls og menningar en hefur frá árinu 2007 verið bókmenntaráðunautur Forlagsins meðfram ritstörfum.Hefur honum kannski þótt erfitt að vera hinum megin við borðið og keppa við Bjart? „Samkeppni í þessum bransa er nú þannig að allir róa í sömu átt. Þetta snýst um að gefa út góðar bækur, bæði íslenskar og þýddar, og öll samkeppni í því er af hinu góða. Markaðurinn er vitaskuld örsmár en metnaðarfull og öflug forlög hljóta að reyna að stækka hann, það er markmiðið að sífellt fleiri lesi góðar bækur.“ Eitt af því sem Páll hyggst beita sér fyrir hjá Bjarti er að gefa út í auknum mæli erlendar bækur í íslenskri þýðingu eftir mikilvæga samtímahöfunda. „Það er áhyggjuefni að margt af því sem er skarplegast hugsað og skrifað í veröldinni kemur ekki út á íslenskri tungu. Mér finnst að þar hafi útgefendur aðeins gefið eftir og þurfi að taka sig á. Margir helstu höfundar okkar tíma koma ekki lengur út á íslensku. Ég tel að þetta komi niður á íslenskunni til lengri tíma. Tungumálið verður að þróast áfram og eflast og það gerist í glímu við það sem best er skrifað á öðrum tungum á hverjum tíma.“ Páll segir engan skort á þýðendum. „Við eigum bæði góða höfunda og góða þýðendur, oft eru það reyndar sömu persónurnar,“ segir hann en reiknar ekki með að hafa mikinn tíma til að þýða sjálfur. „En ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef guð lofar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016. Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira
Mér líst vel á þetta starf, annars hefði ég ekki sagt já við því,“ segir Páll Valsson rithöfundur sem sest í stól útgáfustjóra hjá Bjarti um næstu mánaðamót. „Bókaforlagið Bjartur var stofnað af æskuvini mínum Snæbirni Arngrímssyni og mér hefur alltaf verið hlýtt til þess. Þar hafa menn einbeitt sér að góðum bókmenntum í gegnum tíðina og staðið sig vel. Mér sýnist ég taka við góðu búi.“ Páll var um margra ára skeið útgáfustjóri Máls og menningar en hefur frá árinu 2007 verið bókmenntaráðunautur Forlagsins meðfram ritstörfum.Hefur honum kannski þótt erfitt að vera hinum megin við borðið og keppa við Bjart? „Samkeppni í þessum bransa er nú þannig að allir róa í sömu átt. Þetta snýst um að gefa út góðar bækur, bæði íslenskar og þýddar, og öll samkeppni í því er af hinu góða. Markaðurinn er vitaskuld örsmár en metnaðarfull og öflug forlög hljóta að reyna að stækka hann, það er markmiðið að sífellt fleiri lesi góðar bækur.“ Eitt af því sem Páll hyggst beita sér fyrir hjá Bjarti er að gefa út í auknum mæli erlendar bækur í íslenskri þýðingu eftir mikilvæga samtímahöfunda. „Það er áhyggjuefni að margt af því sem er skarplegast hugsað og skrifað í veröldinni kemur ekki út á íslenskri tungu. Mér finnst að þar hafi útgefendur aðeins gefið eftir og þurfi að taka sig á. Margir helstu höfundar okkar tíma koma ekki lengur út á íslensku. Ég tel að þetta komi niður á íslenskunni til lengri tíma. Tungumálið verður að þróast áfram og eflast og það gerist í glímu við það sem best er skrifað á öðrum tungum á hverjum tíma.“ Páll segir engan skort á þýðendum. „Við eigum bæði góða höfunda og góða þýðendur, oft eru það reyndar sömu persónurnar,“ segir hann en reiknar ekki með að hafa mikinn tíma til að þýða sjálfur. „En ég mun halda áfram að skrifa því ég er með bækur í pípunum sem ég þarf að ljúka. Þær koma þó varla út á þessu ári en vonandi fljótlega, ef guð lofar.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júlí 2016.
Menning Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sumarlegur Chiagrautur Matur „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum Sjá meira