Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2016 18:30 Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. Ekki er um sama lögreglumann að ræða og losnaði úr gæsluvarðhaldi í gær í máli sem einnig snýr að fíkniefnadeild lögreglu. Starfsmennirnir lögðu fram kvörtun vegna lögreglufulltrúa, samstarfsmanns þeirra í fíkniefnadeildinni. Umræddur fulltrúi er reyndur lögreglumaður sem stýrði meðal annars tálbeituaðgerð í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem fór út um þúfur við Hótel Frón í apríl í fyrra. Sameinaðir gerðu lögreglumennirnir alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans nokkrum vikum eftir tálbeituaðgerðina. Lögreglumennirnir sem kvörtuðu undan fulltrúanum voru alls níu en um er að ræða meirihluta þeirra sem starfa við rannsóknir á fíkniefnamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu frá 2007-2014.Vísir/ErnirAldrei formleg rannsókn þrátt fyrir fullyrðingar Umræddur lögreglufulltrúi hefur í áraraðir verið ásakaður, bæði af núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum og almenningi, um óeðlileg samskipti við aðila í fíkniefnaheiminum. Mál hans hefur þó aldrei verið formlega rannsakað.Í Fréttablaðinu í dag kom fram að Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði árið 2011, þegar ásakanir voru háværar, fullyrt við samstarfsmenn fulltrúans að rannsókn á ásökunum væri lokið. Ekkert væri hæft í þeim og menn ættu ekki að ræða málið frekar. Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að aldrei fór fram formleg rannsókn á málinu. Það er sjónarmið flestra sem fréttastofa hefur leitað til að ótækt sé fyrir aðila að láta jafn alvarlegar athugasemdir og um ræðir liggja í láginni og rannsaka ekki hvort þær eigi við rök að styðjast. Allir hljóti að eiga rétt á að fá úrlausn sinna mála hvoru megin sem setið er við borðið.Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu.Vísir/Anton BrinkAldrei rannsakaður en þrisvar færður til Ekki liggur fyrir hvernig Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og yfirmaður níumenninganna, brást við athugasemdum hópsins. Hópurinn sá sig engu að síður knúinn til að fara með málið lengra og beindi alvarlegu athugasemdunum til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldinu var fulltrúinn færður til í starfi og í aðra deild ótengda rannsóknum á fíkniefnamálum. Um fyrstu af þremur tilfærslum mannsins í starfi var að ræða á nokkurra mánaða tímabili. Friðrik Smári er í fríi erlendis og svaraði ekki símtölum fréttastofu. Þá segist Sigríður Björk lögreglustjóri ekkert geta tjáð sig um málið.Áfram verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun þar sem Karl Steinar Valsson verður í ítarlegu viðtali þar sem hann svarar fyrir ásakanir á hendur sér.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00