Forsætisráðuneytið á ekki fyrir grunni sem steyptur var án leyfis á Þingvöllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 "Verði mannvirki byggt á grunninum er ljóst að það verður stærsta mannvirki innan þjóðgarðsins í eigu einstaklinga,“ segir í bréfi þjóðgarðsvarðar til forsætisráðuneytisins. Mynd/Skjáskot af auglýsingu Fasteignamarkaðarins Framkvæmdir við sumarhús við Þingvallavatn eru ekki í samræmi við heimildir Þingvallanefndar sem vill neyta forkaupsréttar og eignast steyptan grunn á lóðinni fyrir 70 milljónir króna. Í sumar sem leið var auglýstur til sölu steyptur grunnur að nýju sumarhúsi í þjóðgarðinum á bakka Þingvallavatns. Eigendurnir, hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni, eiganda fasteignafélagsins Gamma. Þingvallanefnd ákvað eftir umfjöllun fjölmiðla að neyta forkaupsréttar og óskaði í lok október eftir afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar. Fram kemur í tölvupóstssamskiptum starfsmanna forsætisráðuneytisins að ekki liggi peningar á lausu fyrir kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður ákvörðun um málið látin bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. vísir/GVAVandséð er að byggingin á umræddri leigulóð í eigu ríkisins sé í samræmi við heimildir frá Þingvallanefnd. Í ágúst 2006 óskuðu lóðarhafarnir eftir því að tengja saman aðalhús og svefnskála með nýju anddyri í stað þess að þau væru tengd saman með palli og skjólvegg. „Öll hönnunin miðar að því að raska ekki þeim jarðvegi sem húsið stendur á og í kring um það er og verður því alfarið notast við sömu undirstöður og núverandi hús eru byggð á, auk þess sem notast verður við eins mikið af núverandi byggingarefni og ástand þess leyfir,“ segir í erindi Boga Pálssonar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur til Þingvallanefndar sem samþykkti beiðnina enda væri haft að leiðarljósi að raska sem minnstu. Framkvæmdirnar sem síðan hófust voru ekki í samræmi við það sem Þingvallanefnd samþykkti. „Í ljós hefur komið að lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara en stærð kjallarans er ekki innifalin í framangreindri stærð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætisráðuneytisins í lok október síðastliðins. Í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fyrirhuguð bygging sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar“ vegna umsóknar lóðarhafanna. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja,“ skrifar þjóðgarðsvörður forsætisráðuneytinu. Leigusamningurinn við Boga og Sólveigu var endurnýjaður til tíu ára frá 1. janúar 2011. „Óheimilt er að valda jarðraski eða reisa mannvirki á hinni leigðu lóð eða nágrenni hennar nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar,“ er meðal annars undirstrikað í leigusamningnum. Þó að framkvæmdirnar á lóðinni virðist unnar í leyfisleysi þá vill Þingvallanefnd að ríkið kaupi þar steypugrunn fyrir 70 milljónir króna. Ekki á að beita ákvæði leigusamningsins um vanefndir. „Vanefni leigutaki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum hefur hann fyrirgert leigurétti sínum,“ segir í samningnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Framkvæmdir við sumarhús við Þingvallavatn eru ekki í samræmi við heimildir Þingvallanefndar sem vill neyta forkaupsréttar og eignast steyptan grunn á lóðinni fyrir 70 milljónir króna. Í sumar sem leið var auglýstur til sölu steyptur grunnur að nýju sumarhúsi í þjóðgarðinum á bakka Þingvallavatns. Eigendurnir, hjónin Bogi Pálsson og Sólveig Dóra Magnúsdóttir, fengu 70 milljóna króna kauptilboð frá Gísla Haukssyni, eiganda fasteignafélagsins Gamma. Þingvallanefnd ákvað eftir umfjöllun fjölmiðla að neyta forkaupsréttar og óskaði í lok október eftir afstöðu forsætisráðuneytisins til fjármögnunar. Fram kemur í tölvupóstssamskiptum starfsmanna forsætisráðuneytisins að ekki liggi peningar á lausu fyrir kaupunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður ákvörðun um málið látin bíða þar til ný ríkisstjórn tekur við.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður. vísir/GVAVandséð er að byggingin á umræddri leigulóð í eigu ríkisins sé í samræmi við heimildir frá Þingvallanefnd. Í ágúst 2006 óskuðu lóðarhafarnir eftir því að tengja saman aðalhús og svefnskála með nýju anddyri í stað þess að þau væru tengd saman með palli og skjólvegg. „Öll hönnunin miðar að því að raska ekki þeim jarðvegi sem húsið stendur á og í kring um það er og verður því alfarið notast við sömu undirstöður og núverandi hús eru byggð á, auk þess sem notast verður við eins mikið af núverandi byggingarefni og ástand þess leyfir,“ segir í erindi Boga Pálssonar og Sólveigar Dóru Magnúsdóttur til Þingvallanefndar sem samþykkti beiðnina enda væri haft að leiðarljósi að raska sem minnstu. Framkvæmdirnar sem síðan hófust voru ekki í samræmi við það sem Þingvallanefnd samþykkti. „Í ljós hefur komið að lóðarleiguhafar létu rífa sumarhúsin sem stóðu á lóðinni árið 2008 og í stað þeirra var steyptur 133,7 fermetra grunnur úr steinsteypu á stöplum með kjallara en stærð kjallarans er ekki innifalin í framangreindri stærð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður í bréfi til forsætisráðuneytisins í lok október síðastliðins. Í bréfi þjóðgarðsvarðar kemur fram að fyrirhuguð bygging sé í „verulegri andstöðu við gildandi byggingarskilmála innan þjóðgarðsins“ og að „verulegs ósamræmis gætir á milli framkvæmdanna sem þegar eru hafnar og orðalags bókunar nefndarinnar“ vegna umsóknar lóðarhafanna. „Þingvallanefnd telur að þar sem sumarhúsin voru rifin og steyptur var í stað þeirra grunnur á stöplum ásamt kjallara séu hugsanlega í reynd brostnar forsendur fyrir því að endurbygging sumarhúsanna teljist til þeirra lagfæringa eða breytinga sem þegar var búið að samþykkja,“ skrifar þjóðgarðsvörður forsætisráðuneytinu. Leigusamningurinn við Boga og Sólveigu var endurnýjaður til tíu ára frá 1. janúar 2011. „Óheimilt er að valda jarðraski eða reisa mannvirki á hinni leigðu lóð eða nágrenni hennar nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar,“ er meðal annars undirstrikað í leigusamningnum. Þó að framkvæmdirnar á lóðinni virðist unnar í leyfisleysi þá vill Þingvallanefnd að ríkið kaupi þar steypugrunn fyrir 70 milljónir króna. Ekki á að beita ákvæði leigusamningsins um vanefndir. „Vanefni leigutaki skyldur sínar samkvæmt samningi þessum hefur hann fyrirgert leigurétti sínum,“ segir í samningnum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45 Þingvallanefnd vill nýta forkaupsréttinn 26. október 2016 07:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Sjá meira
Lýstu yfir vilja til að nýta forkaupsrétt Þingvallanefnd mun óska eftir því að Forsætisráðuneytið skoði feril málsins varðandi Valhallarstíg nyrðri 7 og möguleika á fjármögnun á kaupum lóðarinnar. 25. október 2016 15:45