Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Á einni viku var tvisvar ráðist inn á heimili sömu konunnar í Móabarði og hún beitt alvarlegu kynferðislegu ofbeldi. vísir/vilhelm Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23