Tjáir sig um brotin á Íslandi: „Ég er ekki barnaníðingur“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 11:04 Scobie, sem í síðasta mánuði hlaut tólf mánaða fangelsisdóm við Héraðsdóm Reykjaness fyrir ítrekuð fjársvikabrot og dreifingu á barnaklámi, segist í samtali við skoska blaðið The Evening Telegraph ákveðinn í því að snúa blaðinu við. Vísir Breski ríkisborgarinn Reece Scobie, sem í síðasta mánuði hlaut tólf mánaða fangelsisdóm við Héraðsdóm Reykjaness fyrir ítrekuð fjársvikabrot og dreifingu á barnaklámi, segist í samtali við skoska blaðið The Evening Telegraph ákveðinn í því að snúa blaðinu við. Scobie vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir efnahagsbrot í heimalandinu, þangað sem hann er nú kominn og þar sem hann mun afplána eftirstöðvar dóms síns.Braut ítrekað af sér hér á landi Scobie var handtekinn við komu til landsins þann 16. júní í fyrra með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Farmiði hans til Íslands var greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri en fjársvik af ferðaþjónustuaðilum eru þau brot sem Scobie er helst þekktur fyrir.Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir rúma hálfa milljón.Hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi þann 27. júlí en áfram látinn sæta farbanni á meðan rannsókn þessara brota stóð yfir. Scobie varð uppvís að fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum á meðan hann gekk laus á Íslandi. Meðal annars var hann handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir alls 516 þúsund krónur. „Ég leiddi aldrei hugann að afleiðingunum, að fólk myndi tapa peningum,“ segir Scobie í samtali við The Evening Telegraph um eðli brota sinna. „Eftir á óskaði ég þess að ég hefði ekki gert þetta. Ég vil hætta þessu. Ég hef fengið nóg af lögreglustöðvum og fangelsum, ég ræð ekki við það lengur.“Sjá einnig: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms„Ekkert eins og í Catch Me If You Can“Scobie er fæddur árið 1993 og vakti sem fyrr segir athygli fjölmiðla fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 sextán mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í fréttum breskra miðla um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr., sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Ég hef mjög gaman af flugvélum og því að ferðast, en þetta var ekkert eins og í Catch Me If You Can,“ segir Scobie. „Þetta snerist bara um spennuna við það að vera í fluginu. Ég var nokkurn veginn bara í því að fara beint úr einu flugi í annað. Að bóka flugferðirnar var bara eitthvað sem ég gerði og mundi svo ekki eftir.“ Scobie, sem er ofvirkur og með Asberger-heilkenni, játaði öll brot sín skýlaust fyrir dómi á Íslandi. Hann segist í viðtalinu hafa komist yfir þær þúsundir ljósmynda og hundruð myndskeiða sem sýna börn á klámfenginn hátt þegar hann var að forvitnast um „myrku hliðar internetsins.“ „Ég er alls ekki barnaníðingur,“ segir Scobie. „Ég ákvað að kíkja hvað væri á spjallþræði sem ég fann á netinu og þegar ég áttaði mig á því hvað var á myndunum reyndi ég að eyða þeim. Ég tilkynnti efnið til eftirlitsstofnana. Ég hélt að ég hefði eytt þeim en lögreglan fann leifar af þeim.“ Scobie er nú kominn til heimaborgar sinnar, Dundee í Skotlandi. Þar á hann að njóta sálfræðiaðstoðar til að koma í veg fyrir að hann brjóti af sér á ný. Hann segir að lyf sem hann fékk hér á Íslandi hafi hjálpað honum og vonast til þess að geta haldið áfram að taka þau í Bretlandi. Tengdar fréttir Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Alþjóðlegur svikari hlaut ársfangelsi á Íslandi Hinn ungi tölvuþrjótur Reece Scobie braut ítrekað af sér hér á landi á meðan hann sætti farbanni. 16. febrúar 2016 19:45 Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Breski ríkisborgarinn Reece Scobie, sem í síðasta mánuði hlaut tólf mánaða fangelsisdóm við Héraðsdóm Reykjaness fyrir ítrekuð fjársvikabrot og dreifingu á barnaklámi, segist í samtali við skoska blaðið The Evening Telegraph ákveðinn í því að snúa blaðinu við. Scobie vakti á sínum tíma mikla athygli fyrir efnahagsbrot í heimalandinu, þangað sem hann er nú kominn og þar sem hann mun afplána eftirstöðvar dóms síns.Braut ítrekað af sér hér á landi Scobie var handtekinn við komu til landsins þann 16. júní í fyrra með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Farmiði hans til Íslands var greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri en fjársvik af ferðaþjónustuaðilum eru þau brot sem Scobie er helst þekktur fyrir.Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir rúma hálfa milljón.Hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi þann 27. júlí en áfram látinn sæta farbanni á meðan rannsókn þessara brota stóð yfir. Scobie varð uppvís að fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum á meðan hann gekk laus á Íslandi. Meðal annars var hann handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir alls 516 þúsund krónur. „Ég leiddi aldrei hugann að afleiðingunum, að fólk myndi tapa peningum,“ segir Scobie í samtali við The Evening Telegraph um eðli brota sinna. „Eftir á óskaði ég þess að ég hefði ekki gert þetta. Ég vil hætta þessu. Ég hef fengið nóg af lögreglustöðvum og fangelsum, ég ræð ekki við það lengur.“Sjá einnig: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms„Ekkert eins og í Catch Me If You Can“Scobie er fæddur árið 1993 og vakti sem fyrr segir athygli fjölmiðla fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 sextán mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í fréttum breskra miðla um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr., sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Ég hef mjög gaman af flugvélum og því að ferðast, en þetta var ekkert eins og í Catch Me If You Can,“ segir Scobie. „Þetta snerist bara um spennuna við það að vera í fluginu. Ég var nokkurn veginn bara í því að fara beint úr einu flugi í annað. Að bóka flugferðirnar var bara eitthvað sem ég gerði og mundi svo ekki eftir.“ Scobie, sem er ofvirkur og með Asberger-heilkenni, játaði öll brot sín skýlaust fyrir dómi á Íslandi. Hann segist í viðtalinu hafa komist yfir þær þúsundir ljósmynda og hundruð myndskeiða sem sýna börn á klámfenginn hátt þegar hann var að forvitnast um „myrku hliðar internetsins.“ „Ég er alls ekki barnaníðingur,“ segir Scobie. „Ég ákvað að kíkja hvað væri á spjallþræði sem ég fann á netinu og þegar ég áttaði mig á því hvað var á myndunum reyndi ég að eyða þeim. Ég tilkynnti efnið til eftirlitsstofnana. Ég hélt að ég hefði eytt þeim en lögreglan fann leifar af þeim.“ Scobie er nú kominn til heimaborgar sinnar, Dundee í Skotlandi. Þar á hann að njóta sálfræðiaðstoðar til að koma í veg fyrir að hann brjóti af sér á ný. Hann segir að lyf sem hann fékk hér á Íslandi hafi hjálpað honum og vonast til þess að geta haldið áfram að taka þau í Bretlandi.
Tengdar fréttir Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Alþjóðlegur svikari hlaut ársfangelsi á Íslandi Hinn ungi tölvuþrjótur Reece Scobie braut ítrekað af sér hér á landi á meðan hann sætti farbanni. 16. febrúar 2016 19:45 Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00
Alþjóðlegur svikari hlaut ársfangelsi á Íslandi Hinn ungi tölvuþrjótur Reece Scobie braut ítrekað af sér hér á landi á meðan hann sætti farbanni. 16. febrúar 2016 19:45
Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Hinn ungi Reece Scobie hefur vakið mikla athygli fyrir efnahagsbrot. Hann var handtekinn á Leifsstöð með umtalsvert magn barnakláms. 2. nóvember 2015 17:23