Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Bjarki Ármannsson skrifar 2. nóvember 2015 17:23 Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir rúma hálfa milljón. Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir breska ríkisborgaranum Reece Scobie, sem handtekinn var við komu til landsins þann 16. júní síðastliðinn með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Samkvæmt því sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Scobie er hann undir rökstuddum grun um að hafa haft til dreifingar þúsundir mynda og myndbanda sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur einnig til rannsóknar ætluð fjársvik Scobie í farmiðakaupum en hann var upphaflega handtekinn eftir að lögreglu barst ábending um að Scobie væri á leið til Íslands og að farmiði hans hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri. Scobie er einnig grunaður um fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum frá því í ágúst, þegar hann var í farbanni en hafði verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonHandtekinn tvisvar eftir að gæsluvarðhaldi var afléttFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að það liggi fyrir að Scobie hafi fengið sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst hafi hann svo verið með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr.,sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Fyrir dóminum liggur skýrsla erlends geðlæknis þar sem fram kemur að Scobie sé með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september segir að skýrslan bendi ekki til ósakhæfis hans. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í lok október segir að Scobie sé að mati lögreglu vanaafbrotamaður sem hafi sýnt það í verki að hann muni halda brotum sínum áfram, verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. nóvember. Tengdar fréttir Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42 Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir breska ríkisborgaranum Reece Scobie, sem handtekinn var við komu til landsins þann 16. júní síðastliðinn með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Samkvæmt því sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Scobie er hann undir rökstuddum grun um að hafa haft til dreifingar þúsundir mynda og myndbanda sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur einnig til rannsóknar ætluð fjársvik Scobie í farmiðakaupum en hann var upphaflega handtekinn eftir að lögreglu barst ábending um að Scobie væri á leið til Íslands og að farmiði hans hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri. Scobie er einnig grunaður um fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum frá því í ágúst, þegar hann var í farbanni en hafði verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonHandtekinn tvisvar eftir að gæsluvarðhaldi var afléttFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að það liggi fyrir að Scobie hafi fengið sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst hafi hann svo verið með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr.,sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Fyrir dóminum liggur skýrsla erlends geðlæknis þar sem fram kemur að Scobie sé með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september segir að skýrslan bendi ekki til ósakhæfis hans. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í lok október segir að Scobie sé að mati lögreglu vanaafbrotamaður sem hafi sýnt það í verki að hann muni halda brotum sínum áfram, verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. nóvember.
Tengdar fréttir Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42 Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42
Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00
Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57