Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:39 Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira