Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:39 Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira