Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 11:25 Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. vísir/ernir Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00