Með kisu á Hrafnistu: „Ég hélt ég myndi tjúllast ein“ Erla Björg Gunnardóttir skrifar 25. október 2016 21:15 Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira