Með kisu á Hrafnistu: „Ég hélt ég myndi tjúllast ein“ Erla Björg Gunnardóttir skrifar 25. október 2016 21:15 Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira