Gengur laus fjórum mánuðum eftir fimm ára nauðgunardóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2016 19:00 Eiríkur braut á konunni á tjaldstæðinu í Hrísey. vísir/friðrik Eiríkur Fannar Traustason sem fékk fimm ára dóm í Hæstarétti í júlí fyrir því sem aðeins er hægt að lýsa sem hrottafenginni nauðgun í Hrísey í júlí í fyrra er í hléi frá afplánun á dómi sínum. Eiríkur var dæmdur fyrir nauðgun og brot á barnaverndarlögum þegar hann fór inn í tjald sautján ára franskrar stúlku og braut á henni. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis fékk Eiríkur hlé frá afplánun af persónulegum ástæðum um mánaðarmótin september október. Meðganga konu hans með tvíbura hafði ekki gengið að óskum og var öðru barninu um tíma vart hugað líf. Það er nú úr lífshættu. Í frétt RÚV er þó fullyrt að Eiríkur sé enn í hléi frá afplánun þremur vikum síðar. Réttargæslumanni stúlkunnar hafi ekki verið gert viðvart og taldi frönsku stúlkunni ekki hafa verið tilkynnt um hléð á afplánun. Hann hafði áður fengið skammtímaleyfi ur fangelsinu. Aðeins í algerum undantekningartilvikum Í lögum um fullnustu refsinga segir í 19. grein að hægt sé að gera hlé á afplánun ef mjög sérstakar ástæður mæli með því. Hlé skuli bundið skilyrðum um að aðili gerist ekki brotlegur meðan á því stendur. Þá sé heimilt að setja frekari skilyrði fyrir hléi. Í greinargerð sem fylgir lögunum er lögð áhersla á að „hlé á afplánun refsingar sé aðeins veit í algerum undantekningartilvikum og þá bundið skilyrðum.“ Fangelsismálastofnun tjáir sig ekki um einstök mál en samkvæmt heimildum Vísis er afar fátítt að samþykkt sé að gert sé hlé á afplánun. Mikil pappírsvinna fylgi því umsóknarferli þar sem gerðar séu alls kyns athuganir og frásögn þeirra sem óska eftir hléi könnuð og staðfest. Mikill munur er á hléi frá afplánun, þar sem menn ganga einfaldlega lausir í tíma sem ákveðinn er í hverju tilfelli fyrir sig, og skammtímaleyfi þar sem menn geta fengið leyfi í átta klukkustundir vegna t.d. jarðafarar, fæðingar barns eða fleira í þeim dúrnum. Fékk veður af því að stúlkan væri ein Eiríkur neitaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en játaði brot sitt fyrir dómi. stóð í veitingarekstri í eynni og fékk umrætt kvöld veður af því að stúlkan gisti einsömul í tjaldi á tjaldsvæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar sem sýndi að sæði hans fannst á stúlkunni, verknaðarlýsingu ákærunnar. Eiríkur rauf með broti sínu skilorð fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Hæstiréttur taldi að hann ætti sér engar málsbætur. Refsing hans var því þyngd í fimm ára fangelsi auk þess að miskabætur til stúlkunnar voru hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í 2,2 milljónir. Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47 Í gæsluvarðhald fyrir tilraun til nauðgunar í tjaldi í Hrísey Maðurinn var handtekinn eftir að niðurstöður úr DNA-rannsókn lágu fyrir en stúlkan sem hann er grunaður um að ráðast á er 17 ára. 12. nóvember 2015 15:02 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Eiríkur Fannar Traustason sem fékk fimm ára dóm í Hæstarétti í júlí fyrir því sem aðeins er hægt að lýsa sem hrottafenginni nauðgun í Hrísey í júlí í fyrra er í hléi frá afplánun á dómi sínum. Eiríkur var dæmdur fyrir nauðgun og brot á barnaverndarlögum þegar hann fór inn í tjald sautján ára franskrar stúlku og braut á henni. RÚV greindi fyrst frá. Samkvæmt heimildum Vísis fékk Eiríkur hlé frá afplánun af persónulegum ástæðum um mánaðarmótin september október. Meðganga konu hans með tvíbura hafði ekki gengið að óskum og var öðru barninu um tíma vart hugað líf. Það er nú úr lífshættu. Í frétt RÚV er þó fullyrt að Eiríkur sé enn í hléi frá afplánun þremur vikum síðar. Réttargæslumanni stúlkunnar hafi ekki verið gert viðvart og taldi frönsku stúlkunni ekki hafa verið tilkynnt um hléð á afplánun. Hann hafði áður fengið skammtímaleyfi ur fangelsinu. Aðeins í algerum undantekningartilvikum Í lögum um fullnustu refsinga segir í 19. grein að hægt sé að gera hlé á afplánun ef mjög sérstakar ástæður mæli með því. Hlé skuli bundið skilyrðum um að aðili gerist ekki brotlegur meðan á því stendur. Þá sé heimilt að setja frekari skilyrði fyrir hléi. Í greinargerð sem fylgir lögunum er lögð áhersla á að „hlé á afplánun refsingar sé aðeins veit í algerum undantekningartilvikum og þá bundið skilyrðum.“ Fangelsismálastofnun tjáir sig ekki um einstök mál en samkvæmt heimildum Vísis er afar fátítt að samþykkt sé að gert sé hlé á afplánun. Mikil pappírsvinna fylgi því umsóknarferli þar sem gerðar séu alls kyns athuganir og frásögn þeirra sem óska eftir hléi könnuð og staðfest. Mikill munur er á hléi frá afplánun, þar sem menn ganga einfaldlega lausir í tíma sem ákveðinn er í hverju tilfelli fyrir sig, og skammtímaleyfi þar sem menn geta fengið leyfi í átta klukkustundir vegna t.d. jarðafarar, fæðingar barns eða fleira í þeim dúrnum. Fékk veður af því að stúlkan væri ein Eiríkur neitaði sök í yfirheyrslum hjá lögreglu en játaði brot sitt fyrir dómi. stóð í veitingarekstri í eynni og fékk umrætt kvöld veður af því að stúlkan gisti einsömul í tjaldi á tjaldsvæðinu. Hann sagðist hafa neytt áfengis og kókaíns umrætt kvöld og farið í „blackout“. Hann sagðist ekki muna eftir að hafa farið á tjaldstæðið eða hafa átt samskipti við stúlkuna umrædda nótt, en áréttaði að hann vefengdi ekki, í ljósi DNA-rannsóknar sem sýndi að sæði hans fannst á stúlkunni, verknaðarlýsingu ákærunnar. Eiríkur rauf með broti sínu skilorð fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum. Hæstiréttur taldi að hann ætti sér engar málsbætur. Refsing hans var því þyngd í fimm ára fangelsi auk þess að miskabætur til stúlkunnar voru hækkaðar úr 1,6 milljónum króna í 2,2 milljónir.
Tengdar fréttir Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47 Í gæsluvarðhald fyrir tilraun til nauðgunar í tjaldi í Hrísey Maðurinn var handtekinn eftir að niðurstöður úr DNA-rannsókn lágu fyrir en stúlkan sem hann er grunaður um að ráðast á er 17 ára. 12. nóvember 2015 15:02 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Hæstiréttur þyngir refsingu Hríseyjarnauðgarans Þrítugur karlmaður hlaut fimm ára fangelsi fyrir nauðgun. Auk þess voru miskabætur til fórnarlambsins hækkaðar. 9. júní 2016 16:47
Í gæsluvarðhald fyrir tilraun til nauðgunar í tjaldi í Hrísey Maðurinn var handtekinn eftir að niðurstöður úr DNA-rannsókn lágu fyrir en stúlkan sem hann er grunaður um að ráðast á er 17 ára. 12. nóvember 2015 15:02