Innlent

Alltaf einhverjir sem hunsa tilmæli lögreglu

Ásgeir Erlendsson skrifar
Lögreglan á Suðurlandi hefur staðið vaktina í Reynisfjöru frá því á fimmtudag en í vikunni lést kínverskur ferðamaður í fjörunni eftir að alda reif hann út á sjó. Töluverður straumur ferðamanna hefur verið á svæðinu og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir vaktina almennt hafa gengið vel.

„Fólk hefur í langflestum tilvikum farið að tilmælum lögreglumanna og hlustað á þessa forvörn okkar sem við höfum verið að koma til fólksins og benda því á hversu slæmt ástandið getur orðið og bara benda fólki á að fara varlega,“ segir Sveinn.

Og eru einhverjir sem hunsa þessi tilmæli?

„Já, það eru alltaf einhverjir sem fara sínar leiðir og hunsa það sem við segjum en langflestir fara eftir því sem við segjum.“

Sveinn segir allan gang vera á því hvort fólk geri sér almennilega grein fyrir þeirri hættu sem leynist í Reynisfjöru.

„Margir hafa kynnt sér þetta og vita af henni en margir þekkja bara þessa suðurhafsstrauma og ljúfar strendur á Spáni.“

Lögreglan gerir ráð fyrir að vaktin standi yfir næstu tvær vikurnar en Sveinn segir ljóst að gera þurfi mun betur til að hafa öryggismál í lagi.


Tengdar fréttir

Ferðamaður fórst í Reynisfjöru

Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss

Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum

Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn.

Áhættugreining í bígerð eftir banaslys

Lögregluvakt verður komið á við Reynisfjöru eftir banaslys í fjörunni í gær. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×