„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:30 Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir. Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir.
Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25