„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. mars 2016 20:30 Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir. Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu, og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög. Heimspressan fjallaði í síðustu viku um dóm Norður Kóreskra yfirvalda yfir Otto Warmbier, tuttugu og eins árs gömlum bandaríkjamanni. Var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi og þrælkunarvinnu fyrir að hafa stolið áróðursskilti af hóteli sem hann dvaldi á í fimm daga í desember. Sagðist hann hafa ætlað að fara heim til Bandaríkjanna með minjagrip. Ása Steinarsdóttir hefur undanfarið ár ferðast um Asíu. Hún fór til Norður Kóreu ásamt kærasta sínum í nóvember á síðasta ári með ferðaskrifstofunni Young Pioneer Tours. Það er sama skrifstofa og OttO fór með mánuði seinna. Ása dvaldi á sama hóteli og Ottó, þaðan sem hann stal áróðursskiltinu. „Maður hugsar bara að þetta hefði getað verið hver sem er úr hópnum mínum í rauninni. Það var alveg stemning fyrir því að reyna að taka minjagripi hér og þar. Það lágu dagblöð á borðum og tímarit, og fólki langar að eiga minjagripi frá Norður Kóreu. Maður gleymdi því svolítið að maður væri í svona hættulegu landi,“ segir Ása. Hún kveðst vera slegin yfir fréttum af málinu þar sem það sé afar vinsælt það afar vinsælt að ferðamenn taki með sér minjagripi með áróðri Norður Kóreskra yfirvalda. „Það voru minjagripabúðir með vörum sem var ritstýrt. Þannig að sjá alvöru dagblöð eða eitthvað annað skrifað á þeirra tungumáli var einhvern veginn meiri minjagripur fyrir fólk. Eins og fyrir þennan strák, hann hefur kannski séð þetta plakat og bara kippt því með sér,,“ segir Ása. Ása segist í raun hafa gert sér grein fyrir hversu hættulegt það raunverulega er fyrir ferðamenn að taka ólöglega hluti með sér út úr Norður Kóreu eftir að hún kom heim og las fréttir af máli Ottos. Þetta er svona búið að vera að síast inn. Að maður hafi farið þangað. Maður er bara heppin að ekkert hafi komið fyrir því við vorum líka alveg að taka ljósmyndir, frekar mikið af ljósmyndum, og það eru ákveðnir staðir og hermenn til dæmis sem þú mátt ekki taka myndir af en við vorum alveg að stelast til þess. Þegar maður hugsar þetta eftir á þá á maður ekkert að vera að gera svoleiðis í hættulegum löndum,“ segir Ása Steinarsdóttir.
Tengdar fréttir Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Sjá meira
Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum. 16. mars 2016 07:25