Jökulsárlón boðið upp: Landvernd vill að ríkið kaupi jörðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. apríl 2016 09:53 Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. visir/vilhelm Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Landvernd skorar á Alþingi og ríkisstjórn að festa kaup á jörðinni Felli í Suðursveit sem á austurbakka Jökulsárlóns og vernda það ásamt Breiðamerkursandi í heild sinni sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Þá skorar Landvernd á stjórnvöld að veita aukið fjármagn í rannsóknir á einstöku lífríki Jökulsárlóns og í náttúruvernd á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landvernd. Aðalfundur Landverndar árið 2015 ályktaði og skoraði á stjórnvöld að friðlýsa Jökulsárlón og Breiðamerkursand sem hluta af Vatnajökulsþjóðgarði. Vesturbakki Jökulsárlóns er þjóðlenda í eigu ríkisins en austurbakkinn tilheyrir jörðinni Felli í Suðursveit, sem er í eigu yfir þrjátíu aðila.Uppboð í dag Auglýst hefur verið uppboð á jörðinni í dag, fimmtudag og sýnist sitt hverjum. Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknar, segir til að mynda: „Viljum við missa eignarhald við eina vinsælustu og fallegustu náttúruperlu landins út úr landi?“ Ásmundur Einar Daðason, flokksbróðir hans, hefur sömu áhyggjur. „Það hafa verið ótrúlega litlar umræður um þetta mál. Nú er mikilvægt að fólk úr öllum áttum taki höndum saman! Stjórnvöld verða einfaldlega að leita allra mögulegra leiða til að koma í veg fyrir þetta..“ „Jökulsárlón hefur verið á náttúruminjaskrá síðan 1974. Það er einstakt sökum legu sinnar nálægt sjó og hinna tilkomumiklu ísjaka sem liggja iðulega á lóninu og reka til sjávar við þjóðveginn. Lífríki þess er hins vegar lítið rannsakað, en ólíkt öðrum íslenskum jökullónum er Jökulsárlón kvikt af lífi, enda nálægð við hafið mikil. Þá eru Breiðamerkursandur og Jökulsárlón afar hentugur staður til að rannsaka jökla og jöklasögu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að enginn landeigenda á Felli byggi afkomu sína á búsetu á jörðinni og engin hefðbundin landnýting sé til staðar, enda að mestu sandar og jökulgarðar.Fjórir af tíu heimsækja lónið Bent er á að Jökulsárlón sé einn fjölfarnasti ferðamannastaður á Íslandi og þangað komi yfir fjörutíu prósent þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja landið. Þar sé rekin öflug ferðaþjónusta með hinar rómuðu bátasiglingar. Landvernd telur að best færi á því að eignarhald jarðarinnar væri hjá hinu opinbera og tekur þar með undir hugmyndir bæjarstjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar. „Ef Jökulsárlón og Breiðamerkursandur væri í eigu þjóðarinnar og hluti af þjóðgarði þá væru komnar forsendur til þess að hafa þar landvörslu á heilsársgrundvelli, vernda og vakta svæðið og jafnframt fræða og mennta gesti um einstaka náttúru og lífríki svæðisins.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira