Snjókoma bætist í langtímaspána fyrir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2016 10:41 Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Vísir/Örlygur Hnefill Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Veðurspáin fyrir næstu viku gerir ráð fyrir miklum lægðagangi og varhugaverðu veðri á köflum. Þeim sem ætla að ferðast á milli landshluta fyrir jól er bent á að fylgjast vel með framvindu veðurspáa og viðvarana.Langtímaspáin á vef Veðurstofu Íslands nær til fimmtudagsins 22. desember en þá er spáð líkum á áframhaldandi suðvestanátt með éljum. Á miðvikudeginum 21. desember er spá hvassri suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil og frosti víðast hvar.Á langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no er helst að sjá þá breytingu að það muni snjóa víða á landinu á aðfangadegi og jóladegi. Hún nær nú til jóladags þar sem kemur til að mynda fram að á jóladag verður 2 - 3 stiga frost og lítils háttar snjókoma í Reykjavík. Má búast við hægri sunnan átt en á aðfangadag hefur heldur dregið úr frosti ef marka má langtímaspá norska veðurvefsins fyrir Reykjavík. Hæglætisveður verður í Reykjavík dagana á undan.Á Ísafirði er hins vegar smá breyting en spáð er snjókomu aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi. Mun snjókoman vera viðvarandi fram að hádegi á jóladag á Ísafirði en frost verður á bilinu 1 til 4 stig. Búast má við norðanátt þessa daga ef marka má spá norska veðurvefsins.Á Akureyri er einnig spáð snjókomu, frá Þorláksmessukvöldi, aðfaranótt aðfangadags og á aðfangadegi en spáð er heiðskíru veðri á jóladagsmorgun. Frost verður á bilinu 3 til 8 stig en búast má við norðan átt á aðfangadegi en hægri sunnan átt á jóladegi.Á Egilsstöðum er spáð rigningu á aðfangadegi og allt að tveggja stiga hita. Búast má við að þessi rigning geti þá orðið að slyddu en spáð er hægri norðan átt sem mun svo snúa sér í sunnanátt á jóladegi, en það mun kólna fremur á þeim degi á Egilsstöðum samkvæmt spánni.Á Selfossi er spáð snjókomu á aðfangadagsmorgni og aðfangadagskvöldi. Mun snjóa fram á jóladagsmorgun en mun draga úr þegar líður á daginn. Spáð er breytilegri átt og frosti, 2 - 6 stig.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands:Á morgun:Suðaustan átt, 10 til 18 metrum á sekúndu, með rigningu síðdegis. Hvassast með suðvesturströndinni, en mun hægari norðaustantil og úrkomulítið fram eftir degi. Hiti 0 til 7 stig en víða næturfrost, einkum inn til landsins.Á sunnudag:Sunnanátt, 5-13 m/s, víða rigning og milt veður. Snýst í suðvestan 10-18 m/s vestantil síðdegis með skúrum, en éljum um kvöldið.Á mánudag:Allhvöss eða hvöss suðvestanátt, él og hiti kringum frostmark, en léttskýjað um landið norðaustanvert og víða vægt frost.Á þriðjudag:Útlit fyrir mjög hvassa suðlæga átt með rigningu einkum sunnantil og fremur milt, en skúrir síðdegis og kólnandi veður. Hiti 0 til 6 stig.Á miðvikudag:Hvöss suðvestanátt með éljum en úrkomulítið norðaustantil. Frystir víðast hvar.Á fimmtudag:Líklega áframhaldandi suðvestanátt með éljum.
Veður Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira