Blair Walsh klikkaði hinsvegar á 27 jarda vallarmarki og tímabilið var búið hjá Minnesota Vikings liðinu. Leikmenn Seattle Seahawks trúðu varla heppninni enda flestir farnir að sætta sig við tap.
Það voru því ófáir í Minnesota sem og annars staðar í Bandaríkjunum sem hraunuðu yfir Blair Walsh og honum var strax líkt við sparkarann ógleymanlega úr Ace Ventura myndinni.
Sjá einnig:Sjáðu sparkið hjá Walsh
Blair Walsh tók algjörlega á sig sökina og brotnaði meðal annars niður í viðtölum eftir leikinn. Það er óhætt að segja að það var ekki gaman að vera Blair Walsh næstu dagana á eftir.
Þessi 26 ára gamli sparkari fékk hinsvegar frábæran stuðning úr óvæntri átt. Fyrstu bekkingar í Northpoint-skólanum í Blaine í Minnesota stóðu nefnilega með sínum manni.
Sjá einnig:Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð
Krakkarnir sendu Blair Walsh bréf og teikningar þar sem þau kepptust öll við að hughreysta kappann og Walsh þótti það vænt um þetta að hann ákvað að kíkja í heimsókn.
Bandarískir fjölmiðlar fylgdust með því þegar Blair Walsh kom i heimsókn en það má sjá frá heimsókninni hér fyrir neðan sem og brot af teikningum krakkanna.
So awesome... 1st graders at Northpoint Elementary drew these pictures to cheer up @BlairWalsh3 after #SEAvsMIN. pic.twitter.com/vzZPbDvvWz
— NFL (@NFL) January 14, 2016
. @BlairWalsh3 has arrived. Says "thank you from the bottom of my heart" and the cards were "very touching." pic.twitter.com/xnCMT52tSL
— Jeff Anderson (@andersonj) January 14, 2016
Follow @BlairWalsh3's visit to 1st graders on @Snapchat - Vikings. pic.twitter.com/sdk0dx4TlW
— Minnesota Vikings (@Vikings) January 14, 2016
#Vikings kicker Blair Walsh to meet the adorable 1st-graders who wrote him letters. https://t.co/gKHMLfehGE pic.twitter.com/gSh3aQpFUx
— KARE 11 (@kare11) January 14, 2016