Niðurrif kært til lögreglu Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2016 19:00 Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Það kom eftirlitsaðilum algerlega í opna skjöldu að verktakar skyldu í leyfisleysi rífa friðað hús við Tryggvagötu í Reykjavík. Minjastofnun Íslands hyggst kæra verktakana til lögreglu en eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. Húsið við Tryggvagötu var friðað en það var byggt árið 1904. Undanfarinn áratug hafa farið fram umræður um deiluskipulag á reitnum og árið 2007 setti húsafriðunarnefnd skilyrði að húsið yrði varðveitt á staðnum. Heimild var veitt til að hækka sökkul þess um eina hæð. Minjastofnun gerði í desember síðastliðnum ekki athugasemdir við að húsinu yrði lyft upp eins og teikningar á reitnum gerðu ráð fyrir. Málið tók óvænta stefnu í vikunni þegar húsið var jafnað við jörðu. Vinnuvél reif húsið niður á skömmum tíma. Minjastofnun barst ekki beiðni um niðurrif hússins og stofnunin vill meina að um brot á lögum um menningarminjar sé að ræða og mun kæra atvikið til lögreglu. „Við hörmum auðvitað hvert skipti sem gamalt hús hverfur. Sér í lagi þegar það hverfur í óleyfi eins og er um að ræða hér en það er skýrt lögbrot,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun. Eyðilegging húsa sem eru friðuð getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum skv 177. gr almennra hegningarlaga svo lengi sem brotið er kært til lögreglu. „Allir stóðu í þeirri trú stóðu í þeirri trú að hér væri verið að vinna að því að endurgera þetta hús á sem bestan hátt,“ segir Guðný. „Það hefur bæði Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd áður áréttað mörgum sinnum að húsið hafi mikið gildi og það beri að varðveita á sínum stað. Þetta er ekkert sem menn hafi ekki átt að vita.“ Mannverk hefur annast framkvæmdina á Tryggvagötureitnum en ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins við vinnslu fréttarinnar í dag.Í frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld sagði að Minjavernd hyggðist kæra verktakana en hið rétta er að Minjastofnun Íslands hyggst gera það.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02