Júníspá Siggu Kling – Vatnsberi: Vertu þín eigin áskorun 27. maí 2016 09:00 Elsku Vatnsberinn minn. Þú veist um Yoko Ono sem er Vatnsberi og er fædd 18. febrúar og setti upp Friðarsúluna í Viðey. Hún var kærasta Johns Lennon, eins mesta snillings samtímans og Bítils. Þú þarft að taka þessa birtu sem hún setti í Viðey til að boða frið og setja hana í hjartað á þér. Með því að gera þetta þá lýsist upp vegurinn fram undan og þú stígur ekki feilspor á þínum vegi. Þetta þýðir ekkert endilega að líf þitt verði eintómur dans á rósum yfir sumartímann heldur segir það þér að það á eftir að vera svo merkilegt og sýna þér svo margar hliðar sem þú bjóst ekki við að væru til hér á jörðinni að það hreinlega hríslast um þig hamingjan. Þú munt sjá að það er svo margt bara hégómi. Eitthvað sem skiptir máli sem þú vilt fá og þú ert alltaf að reyna að fá, eitthvað sem þú hefur ekki. Það er bara hégómi. Þú skalt bara fara að dansa í rigningunni og elska vindinn. Þú ert listamaður og þarft að gera heimilið þitt að höll og vinnustaðinn þinn að skemmtistað. Ef einhver hefur skrifað ástarsögur þá er hann alveg pottþétt í Vatnsberanum. Því að rómantík, tilbreyting og nýjungar heilla þig. Þú hefur þetta allt innra með þér og gerðu meira úr því. Þér verður boðið í ferðalög sem munu breyta lífi þínu. Ég get að sjálfsögðu alltaf spáð því að fólk fari í ferðalög, það er bara eðlilegt, en ég geri það ekki. Ég er að segja þér að eitthvert ferðalag breytir lífi þínu. Og þú skiptir um skoðun og breytir um farveg, það er eitthvað svo ferlega fallegt við það. Þú ert svo rosalega tengdur vatni, Vatnsberinn minn, að þú verður að umvefja þig með því! Þá líður þér svo vel. Farðu niður að sjó, farðu í sjósund, í sund, í bað, veltu þér upp úr dögginni á jörðinni og sérstaklega þann 24. júní, sem er Jónsmessa og hún skapar svo mikla töfra. Þú ert að fara inn í tíma þar sem þú hefur aldrei séð líf þitt eins skýrt og þú sérð svo mikið af litum! Það eru ekki allir ánægðir með þig en það er ekki það sem á að draga þig áfram í lífinu. Þú finnur að þú hefur rétt fyrir þér og krækir þér í mjúkan koss ef þú ert á lausu og sleppir því vonandi ef þú ert á föstu. Ég er ekki siðapostuli svo gerðu það sem þér finnst rétt. Þú þrífst á áskorunum og hér eru skilaboð frá mér til þín: Vert þú þín eigin áskorun. Ekki láta aðra reka þig áfram í eitthvað sem þú hefur ekki neinn áhuga á. Ótrúlegasta fólk elskar að vera í návist þinni. Heillaðu þá sem þú vilt heilla og þá færðu það sem þú vilt fá! Knús í hús, þín Sigga KlingFrægir vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts, mannauður. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn. Þú veist um Yoko Ono sem er Vatnsberi og er fædd 18. febrúar og setti upp Friðarsúluna í Viðey. Hún var kærasta Johns Lennon, eins mesta snillings samtímans og Bítils. Þú þarft að taka þessa birtu sem hún setti í Viðey til að boða frið og setja hana í hjartað á þér. Með því að gera þetta þá lýsist upp vegurinn fram undan og þú stígur ekki feilspor á þínum vegi. Þetta þýðir ekkert endilega að líf þitt verði eintómur dans á rósum yfir sumartímann heldur segir það þér að það á eftir að vera svo merkilegt og sýna þér svo margar hliðar sem þú bjóst ekki við að væru til hér á jörðinni að það hreinlega hríslast um þig hamingjan. Þú munt sjá að það er svo margt bara hégómi. Eitthvað sem skiptir máli sem þú vilt fá og þú ert alltaf að reyna að fá, eitthvað sem þú hefur ekki. Það er bara hégómi. Þú skalt bara fara að dansa í rigningunni og elska vindinn. Þú ert listamaður og þarft að gera heimilið þitt að höll og vinnustaðinn þinn að skemmtistað. Ef einhver hefur skrifað ástarsögur þá er hann alveg pottþétt í Vatnsberanum. Því að rómantík, tilbreyting og nýjungar heilla þig. Þú hefur þetta allt innra með þér og gerðu meira úr því. Þér verður boðið í ferðalög sem munu breyta lífi þínu. Ég get að sjálfsögðu alltaf spáð því að fólk fari í ferðalög, það er bara eðlilegt, en ég geri það ekki. Ég er að segja þér að eitthvert ferðalag breytir lífi þínu. Og þú skiptir um skoðun og breytir um farveg, það er eitthvað svo ferlega fallegt við það. Þú ert svo rosalega tengdur vatni, Vatnsberinn minn, að þú verður að umvefja þig með því! Þá líður þér svo vel. Farðu niður að sjó, farðu í sjósund, í sund, í bað, veltu þér upp úr dögginni á jörðinni og sérstaklega þann 24. júní, sem er Jónsmessa og hún skapar svo mikla töfra. Þú ert að fara inn í tíma þar sem þú hefur aldrei séð líf þitt eins skýrt og þú sérð svo mikið af litum! Það eru ekki allir ánægðir með þig en það er ekki það sem á að draga þig áfram í lífinu. Þú finnur að þú hefur rétt fyrir þér og krækir þér í mjúkan koss ef þú ert á lausu og sleppir því vonandi ef þú ert á föstu. Ég er ekki siðapostuli svo gerðu það sem þér finnst rétt. Þú þrífst á áskorunum og hér eru skilaboð frá mér til þín: Vert þú þín eigin áskorun. Ekki láta aðra reka þig áfram í eitthvað sem þú hefur ekki neinn áhuga á. Ótrúlegasta fólk elskar að vera í návist þinni. Heillaðu þá sem þú vilt heilla og þá færðu það sem þú vilt fá! Knús í hús, þín Sigga KlingFrægir vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts, mannauður.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira