Lífið

Júníspá Siggu Kling – Fiskur: Stattu með þér!

Elsku mjúki Fiskurinn minn. Ég eignaðist barnabarn þann 3. mars síðastliðinn og það var stúlka sem kom mánuði fyrir tímann. Ég sagði strax: „Mikið er ég heppin að hún er fiskur.“

Fiskar eru nefnilega svo þægilegir, þeir eru svo góðir og hlýir. Þess vegna á fólk það til að notfæra sér þig, elskan mín.

Við fáum þig til þess að gera hitt og þetta fyrir okkur.

En þú átt að taka því fagnandi. Segðu við sjálfan þig: Það er ástæða fyrir því að ég þarf að gera þetta, þetta eða þetta því það er að opnast fyrir mér nýr heimur þar sem draumar mínir rætast og að sjálfsögðu geta allir í kringum mig látið drauma sína rætast líka.

Persónulega veit ég bara ekki hvernig ég hefði komist af ef ég hefði ekki haft Fiskana mína í lífi mínu.

Þú þarft að finna hjá þér meira hugrekki til þess að skapa og búa meira til. Þú þarft að finna lífskraftinn því hann mun sýna þér svo mikla orku núna og þú ert búinn að ganga í gegnum alveg magnaða hluti sem verða til þess að þú skilur þig betur.

Smjattaðu á því súra og smjattaðu á því sæta eða slepptu því að sleppa hinu beiska. Sætt, beiskt, súrt og sykur er eitthvað sem gerir hinn besta kokteil í matargerð og þannig ert þú líka! Fullur af hinum ýmsu og alls konar brögðum. Það er best elskan mín.

Þú þarft ekki að vara þig á neinu eða neinum nema sjálfum þér. Stattu með þér! Er það ekki lágmark? Mundu: Lífið er yndislegt.

Kveðja og knús,

Sigga Kling

Frægir fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×