Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 27. maí 2016 15:19 Forsetaframbjóðendurnir Halla, Guðni og Sturla mættust í Föstudagsviðtalinu og ræddu um baráttumál sín og tilveruna. Mynd/Anton Brink Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira