Halla, Guðni og Sturla hafa öll verið í harkinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Snærós Sindradóttir skrifa 27. maí 2016 15:19 Forsetaframbjóðendurnir Halla, Guðni og Sturla mættust í Föstudagsviðtalinu og ræddu um baráttumál sín og tilveruna. Mynd/Anton Brink Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Fyrstu þrír forsetaframbjóðendurnir sem kynntir eru til leiks í föstudagsviðtali Fréttablaðsins eiga það sameiginlegt að hafa þurft á einhverjum tímabili ævi sinnar að leggja hart að sér til að ná endum saman. Þó Guðni og Halla taki það fram að þau þurfi ekki að líða neinn skort. Sturla segist hins vegar þekkja fátækt vel.Þurfti að yfirgefa fjölskylduna„Ég hef verið í sömu sporum og margir aðrir, ég þurfti að reyna fyrir mér á erlendum vettvangi til þess að hafa ofan í okkur. Ég fór út en konan varð eftir. Það var í tæpt ár til að halda fjölskyldunni á floti. Það eru mín hagsmunatengsl. Ég var með rekstur og honum var stolið eins og af þúsundum annarra. Það er tapað og verður ekki bætt,“ segir Sturla.Misstu bæði atvinnuna Guðni og eiginkona hans misstu bæði vinnuna eftir efnahagshrunið en tókst að komast á réttan kjöl. „Ég hef aldrei lent í þeim mikla vanda sem Sturla var að lýsa hér, að missa allt mitt en ég missti vinnuna og Eliza reyndar líka í kjölfar hrunsins og það er ekkert grín. En okkur tókst að halda sjó og borga af húsinu og af öllum lánunum. Nú kvarta ég ekki og veit að margir lentu miklu verr í hruninu en ég þótt svona hafi farið í það skiptið hjá okkur. Sárafátækt þekki ég ekki á eigin skinni, blessunarlega.“Vann sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðs Halla greinir frá því hversu hart hún lagði að sér við að komast í nám til Bandaríkjanna. Hún kom sér að ytra sem framkvæmdastjóri bandarísks fótboltaliðs til þess að eiga fyrir salti í grautinn. „Pabbi varð munaðarlaus mjög ungur. Átta ára var hann orðinn vinnumaður í sveit og þurfti að sinna þar miklu starfi til að geta gengið í skóla. Fékk aldrei nóg að borða. Hann kenndi mér að klára af disknum mínum og vera þakklát fyrir matinn. Ég bý að þeim forða alla tíð. Heilsukokkurinn eiginmaðurinn minn er að vinna á þessum forða en það gengur hægt.“ „Mér var kennt vegna þessara aðstæðna að vera dugleg og úrræðagóð. Ég segi það þó það sé ekki alveg rétt að ég tók það svo alvarlega að ég varð eiginlega fjárhagslega sjálfstæð frá tólf þrettán ára aldri. Það var bara það lítið til heima hjá mér að ég lærði bara að vinna, að vera dugleg og finna lausnir,“ segir Halla og nefnir sem dæmi að ekki voru til peningar á heimili hennar til að hún gæti sótt nám í Bandaríkjunum eins og hana dreymdi um. „Þá fór ég og sótti um mismunandi styrki og störf í boði fyrir útlendinga. Ég endaði sem framkvæmdastjóri karlafótboltaliðsins í Alabama. Þannig vann ég fyrir mér.“ Viðtalið í heild sinni má bæði hlusta á og lesa hér.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira