Stæði ekki í þessu ef það væri leiðinlegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2016 09:30 Páll Palomares og Vera Panitch fiðluleikarar, Elmar Gilbertsson söngvari, Helga Bryndís við flygilinn, Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld, Þórunn Ósk Marinósdóttir með lágfiðlu og Sigurgeir Agnarsson selló. Vísir/Stefán Það er ótrúlegur lúxus að fá að skipuleggja Reykholtshátíð – lúxusvandamál má kannski segja, því auðvitað er það mikil vinna en líka einstakt tækifæri,“ segir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari glaðlega. Hann er á æfingu með hluta þess hóps sem sér um tónlistarflutning í Reykholti í Borgarfirði alla helgina og kveðst reyndar vera svona altmuglig-maður í sambandi við hátíðina. Reykholtskórinn mun hefja leikinn í kvöld með fleiri virtum flytjendum Árstíðanna eftir Vivaldi. Það er borgfirskur kór sem Viðar Guðmundsson organisti heldur utan um, að sögn Sigurgeirs. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram formlega á Reykholtshátíð. En nú er 20 ára afmæli hátíðarinnar og mér fannst gráupplagt að fá heimamenn til að taka þátt,“ segir hann. „Við erum með úrvals hljóðfæraleikara að vanda og á morgun, laugardag, klukkan 16 verða kammertónleikar með yfirskriftinni Bach-Mozart-Boccherini,“ lýsir Sigurgeir og kynnir líka stoltur stórtenórinn Elmar Gilbertsson. „Það var ótrúleg heppni að Elmar var laus á þessum tíma og tilbúinn í þetta verkefni. Hann syngur tvö lög með Reykholtskórnum í kvöld en aðaltónleikarnir hjá honum og Helgu Bryndísi píanóleikara eru annað kvöld, þeir heita Ástir á köldum klaka. Fyrir hlé flytja þau lagaflokk eftir Schumann við ljóð Heine, einn af hápunktum rómantíska tímabilsins. Eftir hlé er svo úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn í útsetningu fyrir salonhljómsveit og útsetningar Þórðar Magnússonar á vel þekktum íslenskum dægurlögum fyrir píanótríó og söngrödd.“ Hátíðarguðsþjónusta verður í Reykholtskirkju klukkan 14 á sunnudag og lokatónleikar helgarinnar klukkan 16. Þá verður frumflutt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson sem er skrifað með Elmar í huga. Sigurgeir segir hefð fyrir að panta nýtt verk fyrir Reykholtshátíð, jafnan fyrir söngrödd. Textarnir hafi tengst höfundarverki Snorra Sturlusonar á einhvern máta. „Þess vegna heitir þetta verk Úr Grímnismálum, það er hluti Eddukvæða.“ Þetta er fjórða Reykholtshátíðin sem Sigurgeir sér um, hann tók við af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara en Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari hélt um tauminn fyrstu fimmtán árin. „Svona verkefni er eitthvað sem maður getur ekki sagt nei við. Ég væri ekki að standa í þessu ef það væri leiðinlegt,“ segir Sigurgeir hlæjandi og leggur áherslu á að góð stemning sé á æfingum.“ Tónleikar Reykholtshátíðar hafa alltaf verið vel sóttir, að sögn Sigurgeirs. „Heimafólk er hátíðinni hliðhollt, styrkir hana á ýmsan máta og mætir, svo er fjöldi fólks í sumarbústöðum í Borgarfirðinum á þessum árstíma og einnig gera sér margir ferð úr borginni. Það er nú bara klukkutíma og korter verið að keyra upp eftir ef ekki er verið að dóla.“ Dagskrá hátíðarinnar má sjá á reykholtshatid.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016 Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Það er ótrúlegur lúxus að fá að skipuleggja Reykholtshátíð – lúxusvandamál má kannski segja, því auðvitað er það mikil vinna en líka einstakt tækifæri,“ segir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari glaðlega. Hann er á æfingu með hluta þess hóps sem sér um tónlistarflutning í Reykholti í Borgarfirði alla helgina og kveðst reyndar vera svona altmuglig-maður í sambandi við hátíðina. Reykholtskórinn mun hefja leikinn í kvöld með fleiri virtum flytjendum Árstíðanna eftir Vivaldi. Það er borgfirskur kór sem Viðar Guðmundsson organisti heldur utan um, að sögn Sigurgeirs. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram formlega á Reykholtshátíð. En nú er 20 ára afmæli hátíðarinnar og mér fannst gráupplagt að fá heimamenn til að taka þátt,“ segir hann. „Við erum með úrvals hljóðfæraleikara að vanda og á morgun, laugardag, klukkan 16 verða kammertónleikar með yfirskriftinni Bach-Mozart-Boccherini,“ lýsir Sigurgeir og kynnir líka stoltur stórtenórinn Elmar Gilbertsson. „Það var ótrúleg heppni að Elmar var laus á þessum tíma og tilbúinn í þetta verkefni. Hann syngur tvö lög með Reykholtskórnum í kvöld en aðaltónleikarnir hjá honum og Helgu Bryndísi píanóleikara eru annað kvöld, þeir heita Ástir á köldum klaka. Fyrir hlé flytja þau lagaflokk eftir Schumann við ljóð Heine, einn af hápunktum rómantíska tímabilsins. Eftir hlé er svo úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn í útsetningu fyrir salonhljómsveit og útsetningar Þórðar Magnússonar á vel þekktum íslenskum dægurlögum fyrir píanótríó og söngrödd.“ Hátíðarguðsþjónusta verður í Reykholtskirkju klukkan 14 á sunnudag og lokatónleikar helgarinnar klukkan 16. Þá verður frumflutt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson sem er skrifað með Elmar í huga. Sigurgeir segir hefð fyrir að panta nýtt verk fyrir Reykholtshátíð, jafnan fyrir söngrödd. Textarnir hafi tengst höfundarverki Snorra Sturlusonar á einhvern máta. „Þess vegna heitir þetta verk Úr Grímnismálum, það er hluti Eddukvæða.“ Þetta er fjórða Reykholtshátíðin sem Sigurgeir sér um, hann tók við af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara en Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari hélt um tauminn fyrstu fimmtán árin. „Svona verkefni er eitthvað sem maður getur ekki sagt nei við. Ég væri ekki að standa í þessu ef það væri leiðinlegt,“ segir Sigurgeir hlæjandi og leggur áherslu á að góð stemning sé á æfingum.“ Tónleikar Reykholtshátíðar hafa alltaf verið vel sóttir, að sögn Sigurgeirs. „Heimafólk er hátíðinni hliðhollt, styrkir hana á ýmsan máta og mætir, svo er fjöldi fólks í sumarbústöðum í Borgarfirðinum á þessum árstíma og einnig gera sér margir ferð úr borginni. Það er nú bara klukkutíma og korter verið að keyra upp eftir ef ekki er verið að dóla.“ Dagskrá hátíðarinnar má sjá á reykholtshatid.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016
Menning Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira