Blússandi framkvæmdir framundan í borginni Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:00 Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“ Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“
Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira