Blússandi framkvæmdir framundan í borginni Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:00 Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“ Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent