Blússandi framkvæmdir framundan í borginni Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 20:00 Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Eftir margra ára kreppu í fjárhag Reykjavíkur boðar borgarstjórnin bjartari tíð með viðsnúningi í rekstrinum. Frumvarp til fjárhagsáætlunar 2017 var kynnt í dag með afgangi, án þess þó að hækka skatta. Gert er ráð fyrir að 1,8 milljarða króna afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs á næsta ári. Þetta er algjör viðsnúningur frá síðasta ári þegar reksturinn var neikvæður um 13,6 milljarða. Þá gerir meirihlutinn í borgarstjórn ráð fyrir stigbatnandi afkomu samstæðu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin, með 15,6 milljarða afgangi á næsta ári miðað við fimm milljarða halla í fyrra.Skorið inn að beini eftir hrunið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að svigrúmið sem hafi tekið að myndast um mitt þetta ár verði áfram nýtt til að efla skólastarf, velferð og grunnþjónustu. „Hlutir eins og viðhald fasteigna, skóla og leikskóla, malbikið á götum borgarinnar, þetta eru hlutir sem voru skornir alveg inn að beini í kjölfar hrunsins og þar erum við líka í skuld," segir Dagur. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklar óskir um meira. Og vonandi, ef okkur tekst að halda áfram á sömu braut, getum við orðið við þeim í áföngum á næstu árum."Mikið framkvæmdaár framundan Með lækkandi skuldahlutfalli á næsta ári fullyrðir meirihlutinn að fjárhagur borgarinnar sé traustur. „En það er vegna þess að við höfum náð þessum rekstrarárangri og við megum ekki slaka á klónni.“ segir Dagur. „Það er ekki komið neitt góðæri hjá sveitarfélögunum, þó að ytri skilyrði séu að mörgu leyti góð. Afkoman næstu ár verður studd með tekjum af söluhagnaði og sölu byggingarréttar. Meirihlutinn telur mikið sóknarfæri í rekstrinum og framundan er metár í byggingu íbúða. „Auk þess sem við erum aðvitað að fylgja eftir uppbyggingunni í borginni. Öll þessi hverfi sem verið er að byggja upp og atvinnusvæði, þar komum við og gerum götur, gangstéttar og hjólastíga og svo framvegis. Þannig að þetta verða mikil fjárfestinga- og framkvæmdaár í borginni, enda er Reykjavík í örum vexti.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira