Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 20:15 Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“ Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira