Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 11:19 Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. Vísir/Valli Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma. Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma.
Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11