Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira