Enginn unnið fleiri VMA-verðlaun en Beyoncé Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 08:37 Beyoncé á VMA-hátíðinni í nótt. vísir/getty Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV. Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki. Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Formation var einnig valið besta myndbandið í flokki popptónlistar, kóreógrafína í myndbandinu var valin sú besta og þá var Formation verðlaunað fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og klippinug. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu. Calvin Harris hlaut verðlaun fyrir besta myndband tónlistarmanns og Fifth Harmony fengu verðlaun fyrir bestu samvinnuna í myndbandinu við lagið Work From Home sem hljómsveitin gerði með Ty Dolla $ign. Drake hlaut verðlaun fyrir besta hip hop-myndbandið við lag sitt Hotline Bling og tweny on pilots fengu verðlaun fyrir besta myndbandið í flokki rokktónlistar fyrir Heathens. Calvin Harris nældi sér síðan í önnur verðlaun þegar hann vann fyrir besta raftónlistarmyndbandið vð lagið How Deep Is Your Love en besti nýliðinn var hljómsveitin DNCE. Söngkonan Rihanna hlaut svo sérstök heiðursverðlaun sem kennd eru við tónlistarmanninn Michael Jackson.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira