Benedikt stillir bjartsýni um gang viðræðna í hóf Anton Egilsson skrifar 10. desember 2016 20:44 Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga betur en áður. Hann gengur þó ekki jafn langt og fulltrúar Pírata sem segja að yfirgnæfandi líkur séu á að flokkarnir nái saman. Flokkarnir fimm hittust á óformlegum stjórnarmyndunarfundi í dag og segir Benedikt að fundurinn hafi gengið vel. „Að því leyti gekk hann betur en margir aðrir að allir voru sammála um að nú værum við búin að ræða mikið í kringum málin og þyrftum að fá aðeins meiri texta á blað þannig að við vissum nákvæmlega hvar við stæðum.“ Hann segir þó að staðan sé enn sú að um óformlegar viðræður sé að ræða. „Ástæðan fyrir því að við höfum viljað halda þeim þannig er að við að minnsta kosti höfum verið tvisvar í viðræðum formlega og það gekk ekki upp. Menn hefðu kannski aðeins átt að fara sér aðeins hægar í því og reyna að sjá hvar munurinn lægi áður en þeir fóru í svona formlegar viðræður.“Flokkarnir jákvæðari en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegiFlokkarnir hófu í gær samtal um sjávarútvegsmál og segir Benedikt að flokkarnir séu jákvæðari nú en áður fyrir markaðsleið í sjávarútvegi. „Það var nú vitað fyrir fram að fjórir flokkar af fimm eru jákvæðir fyrir leið af þessu tagi. Vinstri græn koma aðeins úr annarri átt og auðvitað verða þau að svara fyrir sig en maður skynjar það að það er einhver nálgun.“Tekur ekki jafn djúpt í árinni um gang viðræðna og Smári McCarthyBenedikt tekur þá ekki jafn djúpt í árinni og Smári McCarrthy, þingmaður Pírata, sem sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að yfirgnæfandi líkur væru á að flokkarnir fimm næðu saman og eitthvað mikið þyrfti að fara úrskeiðis til þess að það gerðist ekki. „Þetta er náttúrulega þeirra mat og þau eru með stjórnarmyndunarumboðið. Ég hef verið í þessum sömu sporum í viðræðum fyrr í haust og í bæði skiptin var ég mjög bjartsýnn á að þetta myndi takast og svo rann það út í sandinn. Þannig kannski hefði ég einhvern tímann sagt að það væri 90 prósent líkur á að eitthvað tækist sem ekki tókst svo.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira