Dómur þyngdur fyrir tilraun til nauðgunar: Hótaði að dreifa nektarmynd af fimmtán ára dreng Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 16:00 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í tveggja ára fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar og blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng. Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt. Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Anton Yngva Sigmundsson í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot gegn 15 ára dreng og fyrir tilraun til nauðgunar með því að hóta að dreifa nektarmyndum af brotaþola, ef hann hefði ekki kynmök við sig. Anton Yngvi var ákærður annars vegar fyrir blygðunarsemisbrot með því að hafa í gegnum samfélagsmiðla undir fölsku flaggi sem 17 ára drengur átt í kynferðislegum samræðum við brotaþola þegar hann var 15 ára og fengið hann til að senda sér mynd af kynfærum sínum. Í seinni lið ákærunnar var honum gefin að sök tilraun til nauðgunar með því að hafa daginn eftir hótað því að dreifa samskiptum þeirra og myndinni af kynfærum brotaþola ef hann hefði ekki kynferðismök við sig fyrir klukkan 23 um kvöldið. Áður var Anton Yngvi sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var málinu áfrýjað til Hæstarettar þann 27. maí síðastliðinn. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram hótanir við brotaþola og að hann hafi tekið þær alvarlega, sem og að ákærði hafi haft í hótunum í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig.Sjá einnig: Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman„Staðfest verður sú niðurstaða héraðsdóms að sannað sé að ákærði hafi sett fram þær hótanir við brotaþola sem í ákæru greinir, að sá síðarnefndi hafi tekið þær alvarlega og að ákærði hafi viðhaft þær í þeim tilgangi að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Eins og nánar er rakið í héraðsdómi hótaði ákærði brotaþola ítrekað og setti honum mjög skamman frest til að láta undan þessum hótunum,” segir í niðurstöðu Hæstaréttar.Í dómnum segir einnig að brotin hafi verið sérlega gróf, hann hafi komið fram undir tilbúnu nafni og þóst vera mun yngri en hann var og með því fengið brotaþola til að tjá sig um viðkvæm persónuleg mál og senda af sér nektarmynd. „Þessa aðstöðu notfærði síðan ákærði til að leitast við að knýja brotaþola til kynmaka við sig. Ákærði á sér ekki málsbætur. Hann verður að þessu virtu dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og eru ekki efni til að binda þá refsingu skilorði að öllu eða nokkru.”Tveir dómarar ósammálaSem fyrr segir var ákærði áður sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra og var hann þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur þyngir dóminn í tveggja ára fangelsi. Tveir dómarar voru ósammála og skiluðu sératkvæði þar sem þeir sögðust vilja sýkna Anton Yngva af tilraun til nauðgunar. Í dómi héraðsdóms kom fram að hótanir Antons hafi vakið mikinn ótta hjá drengnum og meðal annars hafi hann íhugað að strjúka að heiman til að losna við afleiðingar af því ef myndin yrði birt.
Tengdar fréttir Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45 Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07 Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Héraðssaksóknari býst við aukningu í þessum málum eftir fangelsisdóm við Héraðsdóm Norðurlands eystra. 15. maí 2016 13:45
Óttaðist svo mjög birtingu nektarmyndar að hann íhugaði að strjúka að heiman Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, meðal annars fyrir tilraun til nauðgunar, en hann fékk 15 ára gamlan dreng til að senda sér nektarmynd á Snapchat og hótaði svo að birta myndina. 24. maí 2016 18:07
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51