Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 18:01 Páll Matthíasson mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira