Lífið

Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun.
Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. Mynd/Húrra Reykjavík
Um 150 manns biðu í röð við verslunina Húrra Reykjavík í morgun í von um að festa kaup á hinum eftirsóttu YEEZY BOOST skóm frá Adidas. Skórnir fóru óvænt í sölu í morgun og var hleypt inn í tíu manna hollum þegar verslunin opnaði klukkan níu.

„Þegar ég mætti í morgun náði röðin fyrir hornið, upp allan Vatnsstíginn að Laugavegi. Það hafa verið svona 150-170 manns í röð,“ segir Ólafur Alexander Ólafsson, markaðsstjóri Húrra Reykjavík, í samtali við Vísi.

Fjórar stærðir eftir

Ólafur segist búast við að að skórnir verði uppseldir fyrir hádegi og þegar Vísir náði tali af Ólafi um hálf ellefu voru aðeins fjórar stærðir eftir.

„Mér finnst það mjög líklegt. Það eru fjórar stærðir eftir í augnablikinu. Allar kvennastærðirnar kláruðust á sirka 20 mínútum.“

Eftirspurnin eftir skónum kemur þeim þó ekki á óvart.

„Nei í raun og veru ekki. Það er bara gríðarleg eftirspurn eftir þessu úti um allan heim. Það var til dæmis slatti af ferðamönnum í röðinni.“

Samkvæmt fyrirmælum frá Adidas Global má verslunin ekki gefa upp hversu margir skór fóru í sölu.

„Það eina sem ég get sagt er að það var töluvert meira magn en við höfum verið með áður. Það er meira magn í umferð af þessari týpu heldur en áður hefur verið.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×