32 þingmenn fá greidd tvöföld laun í dag Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Nú styttist í að þing komi aftur saman. Þingmenn fá hins vegar launin sín þótt engir fundir séu haldnir. vísir/daníel Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Alþingismenn Íslendinga fá í dag greidd laun fyrir unnin störf samkvæmt nýjum úrskurði kjararáðs. Laun þingmanna hækkuðu daginn eftir kjördag um 44 prósent og eru rétt rúm 1,1 milljón króna á mánuði. Þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar en líklegt er að það komi saman í næstu viku.Andrés Ingi JónssonOfan á þingfararkaupið fá þingmenn einnig greiddar 83.853 krónur skattfrjálst vegna ferðakostnaðar í eigin kjördæmi samkvæmt þingfararkostnaði sem ákveðinn er af forsætisnefnd þingsins. Einnig fá þingmenn 90.636 krónur greiddar í starfskostnað en af þeirri upphæð er greiddur skattur. Þingmenn landsbyggðarkjördæma geta einnig fengið greitt fyrir húsnæði í borginni eins og venjan er Nýir þingmenn sem ekki sátu á þingi á síðasta kjörtímabili fá tvöfalt kaup greitt út í dag. Þingmenn eru venjulega á fyrirframgreiddum launum en nýir þingmenn fá nú bæði greitt fyrir nóvembermánuð og desembermánuð. Fá þeir því 2.202.388 krónur í þingfararkaup, tvöfaldan skattfrjálsan ferðakostnað greiddan sem er rúmlega 167.000 krónur, og um 181 þúsund krónur í starfskostnað. „Það verður að segjast að þingfararkaupið eins og það var hefði vel dugað mér. Ég hef aldrei fengið svona laun í einni útborgun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður VG. „Einnig horfir fólk í þessa hækkun sem er eðlilegt og í vændum kjarabarátta á almennum vinnumarkaði.“Nichole Leigh MostyNichole Leigh Mosty er nýr þingmaður Bjartrar framtíðar. Hún segist hafa verið kvíðin fyrir útborgunardeginum. „Ég hef eiginlega sem minnst viljað hugsa um þetta. Nú vil ég bara að þing komi saman sem fyrst þannig að við getum rætt þetta. Mér finnst þetta ósanngjarnt,“ segir Nichole. „Ég var leikskólastjóri í litlum leikskóla og ég vil að þingið taki á þessu máli.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira