Innlent

Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Í yfirlýsingu af fundinum kemur fram að þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð á Dýrafjarðargöngum
Í yfirlýsingu af fundinum kemur fram að þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð á Dýrafjarðargöngum Vísir/Eyþór

Sameiginlegur fundur þingmanna Norðvesturkjördæmis og Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var í dag er sammála um að hvergi verði hnikað né frestað fyrirhuguðu útboði á Dýrafjarðargöngum í janúar næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjórðungssambandinu.

Samstaða sé um að Dýrafjarðargöng verði fullfjármögnuð í fjárlögum 2017 og að verkefnið haldi tímaáætlun með opnun ganganna 2020. Fyrir liggi forgangsröðun verkefna í samgönguáætlun 2015-2018 sem og í ríkisfjármálum 2017-2021.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.