Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 10:39 Benedikt Jóhannesson. vísir/stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir enga formlega fundi á dagskrá milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Hann segir marga kosti vera í stöðunni varðandi myndun ríkisstjórnar og að fólk sé að ræða saman þvert á flokka. Aðspurður hvort að líklegra sé að flokkarnir þrír nái saman í þessari tilraun en í þeirri fyrstu, segir Benedikt að ómögulegt sé að segja hver niðurstaðan verði. „Það er kannski meira í gangi en menn halda, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal. Það eru auðvitað margir kostir. En fólk er að tala saman þvers og kruss. Þannig að það er eiginlega ómögulegt að segja hvað verður. Það er bara ekki komið á það stig,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Sjá einnig:Ræddu Málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis í gær til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hittust formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á fundi í gær til að ræða mögulegt stjórnarsamstarf. „Við bara töluðum saman, það er svolítið virðulegt að kalla það viðræður.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tók tók þá ákvörðun í síðustu viku að veita engum formlegt umboð til stjórnarmyndunar og tók hann þá einnig fram að hann vænti fregna um helgina eða í byrjun þessarar viku.Sjá einnig:Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: „Engin ástæða til taugaveiklunar“ Aðspurður segist Benedikt ekki vita hvort að forsetinn eigi von á símtali um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. „Ég skal ekkert um það segja. En það að minnsta kosti engir fundir komnir á dagskrá ennþá, ekki sem ég veit um.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti jafnframt í samtali við Vísi að ekki hefði verið boðað til þingflokksfundar hjá Sjálfstæðisflokknum í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Ræddu málamiðlunartillögur Bjarna Þingflokkur Viðreisnar kom saman til fundar síðdegis til að ræða málamiðlunartillögur formanns Sjálfstæðisflokksins í meðal annars evrópu- og sjávarútvegsmálum. 27. nóvember 2016 19:00