Yfir 40 sýrlenskir flóttamenn koma um miðjan janúar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 19:00 Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“ Flóttamenn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Rúmlega fjörtíu manna hópur sýrlenskra flóttamanna kemur hingað til lands um miðjan janúar frá flóttamannabúðum í Líbanon. Fólkið fer í þrjú mismunandi sveitarfélög og segir framkvæmdastjóri Rauða krossins þau vera full eftirvæntingar. Í byrjun árs komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Nú er undirbúningur á lokastigi og ljóst fjölskyldurnar eru væntanlegar í janúar. „Það er búið að velja hóp sem telur yfir fjörtíu manns. Í síðustu viku var haldið námskeið í Beirút í Líbanon þar sem farið var yfir hvernig er að búa á Íslandi og hvað bíður fólksins. Það var mikið spurt og það er mikil eftirvænting meðal hópsins,“ segir Kristín S. Hjálmtýrsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.Facebook bjargar Fólkið hefur allt hafist við í flóttamannabúðum í um þrjú ár. „Þau eru í rauninni að koma úr ömurlegum að stæðum og eru mjög ánægð með að fá þetta boð um að koma til Íslands. Ein fjölskylda fer til Akureyrar en svo verða fjölskyldur í Reykjavík, á Selfossi og Hveragerði,“ segir Kristín. Fjölskyldurnar sem væntanlegar eru hafa sumar nú þegar sett sig í samband við fólkið sem kom fyrr á árinu. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn.“Leita að sjálfboðaliðumKristín segir mikilvægt að almenningur gerist virkur þátttakandi í móttöku flóttafólksins. Rauði krossinn óskar því eftir sjálfboðaliðum og stuðningsfjölskyldum til að hjálpa til við að taka á móti fólkinu. Það er hægt að gera með því að skrá sig sem sjálboðaliða á heimasíðu Rauða krossins og merkja við að það sé vegna flóttamannaverkefnisins. „Þetta er ekki létt, en þetta er ekki erfitt. Þetta er svona mitt á milli og við getum gert þetta öll saman.“
Flóttamenn Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira