Lífið

„Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg umræða á Twitter.
Skemmtileg umræða á Twitter.
IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. Þegar slökkvilið bar að garði voru brennuvargarnir á bak og burt, en lögreglan gómaði þá skömmu síðar. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslum í nótt.

Í síðustu viku reyndu tveir ungir menn að kveikja í geitinni, sem líklegast er sú frægasta á landinu. Þó er hún mögulega ekki sú frægasta út fyrir landsteinana.

Mennirnir tveir voru taldir heppnir að hafa ekki kveikt í sér. eins og sjá má á myndbandi af atvikinu. Myndband af mönnunum að athafna sig í nótt má sjá neðst í fréttinni. Eðlilega hefur töluverð umræða skapast á Twitter um málið og virðast margir tala um að jólin geti núna loksins komið, geitin sé brunnin.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin tíst um IKEA-geitina og örlög hennar að þessu sinni. Þar fyrir neðan má sjá alla umræðuna um geitina.


Tengdar fréttir

Geitin brunnin

Þrír menn voru handteknir í nótt fyrir að brenna jólageit IKEA til ösku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.