Innlent

Könnun MMR: Fylgi Pírata mælist nú um 12 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Úr þingsal Alþingis.
Úr þingsal Alþingis. Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 26 prósent fylgi samkvæmt nýrri könnun MMR. Vinstri græn mælast með 20,7 prósent.

Fylgi Pírata dregst verulega saman og mælist nú 11,9 prósent.

Í frétt á vef MMR segir að fylgi Viðreisnar hafi mælst 10,6 prósent, Bjartrar framtíðar 9,6 prósent, Framsóknarflokksins 9,4 prósent, og Samfylkingarinnar 5,6 prósent.

Fylgi annarra flokka mældist um og undir 3%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×