Tuttugu þúsund tonn af malbiksafgöngum bíða endurvinnslu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Malbik fræst upp á Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Sólveig Gísladóttir Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Geymslusvæðið og Hlaðbær Colas hófu framkvæmdir við losun malbiksafganga án tilskilinna leyfa og stöðvaði Hafnarfjarðarbær þær eftir skoðun. Lóðin sem um ræðir er að hluta grófjöfnuð og eru engar sérstakar mengunarráðstafanir til staðar á lóðinni. Síðasta ár hafa safnast upp um 20 þúsund tonn af malbiki til endurvinnslu og er engin útskolun olíuefna sjáanleg í jarðveginum í kringum malbikshauginn. Gert er ráð fyrir að efnið verði malað niður á þessu svæði í janúar til mars 2017. „Við töldum okkur hafa leyfi,“ segir Ástvaldur Óskarsson, framkvæmdastjóri Geymslusvæðisins, spurður um hvers vegna var farið af stað. „Málið er nú í umfjöllun hjá Hafnarfjarðarbæ. Það var gerð úttekt á þessu af verkfræðistofunni Eflu og nú er bærinn að vinna úr upplýsingunum og við bíðum á meðan,“ segir Ástvaldur. Hlaðbær-Colas hefur leyfi til að taka á móti og endurvinna malbik og hefur gert það um árabil á sinni lóð. Fyrirtækið hefur tekið við efni, verktökum að kostnaðarlausu með það í huga að endurvinna það í nýjar blöndur og spara þannig bik, steinefni og orku. En markaðir eru erfiðir þessa stundina og ekki hefur gengið sem skyldi að koma því á markað. Hefur efnið því safnast upp á lóð fyrirtækisins. Hlaðbær-Colas fékk leyfi hjá Geymslusvæðinu til að geyma efnið á lóð fyrirtækisins þangað til markaðurinn glæðist. Lóð Geymslusvæðisins er skilgreind sem iðnaðarlóð í gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir málið lykta af pólitík. Hann bendir á að vegna plássleysis geti fyrirtækið ekki lengur tekið við efni. „Það safnast meira upp en hefur náðst að nýta. Nú er loks verið að fara að skoða hvað er hægt að gera við allt þetta efni og vinnuhópur kominn á fót. Malbik er 100 prósent endurvinnanlegt og Ísland þarf að komast á þann stað sem aðrar þjóðir eru á gagnvart því að endurvinna malbik,“ segir Sigþór. Hópurinn samanstendur af malbikunarfyrirtækjum, Vegagerðinni, sveitarfélögum, Umhverfisstofnun og Sorpu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira