Blautþurrkur vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2016 10:49 Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Blautþurrkur sem fólk hendir í klósettið heima hjá sér er vandamál í fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins þar sem þær geta stíflað dælur kerfisins. Alþjóðlegi klósettdagurinn er á morgun og vekja Veitur athygli á þessu vandamáli í tilefni dagsins. Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri hjá Veitum, segir fyrirtækið sjá rosalega miklu aukningu í notkun á blautþurrkum en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við sjáum þetta náttúrulega helst í dælunum okkar en þetta getur líka stíflað lagnir og við höfum alveg heyrt að lagnir hjá fólki stíflast þannig að það má alveg færa þetta yfir á heimilin líka,“ segir Íris. Hún segir að þetta séu blautþurrkur sem fólk noti fyrir börn, einnig til að þrífa farða og svo blautþurrkur sem notaðar eru til þrifa á heimilum. Íris segir að á sumum pakkningum standi að það megi sturta þurrkunum niður en það sé ekki sniðugt þar sem þurrkurnar séu alveg massífar og leysist illa upp heldur mynda frekar köggla og stífla lagnir og dælur. „Þetta er vandamál alls staðar og fráveitur um allan heim eru að taka það upp hvað það er sem leyfir framleiðendum að setja þetta á vörurnar,“ segir Íris. Hún kveðst ekki hafa skýringu á þessari miklu aukningu í notkun, það er hvort fólk sé bara meira að henda þurrkunum í klósettið eða hvort að verið sé að nota meira af þeim. Þetta hafi ekki vandamál fyrir rúmum tíu árum síðan en þetta sé þróun sem hafi verið í gangi síðastliðin átta ár eða svo. Íris brýnir því fyrir fólki að henda blautþurrkum ekki í klósettið heldur í ruslafötuna.Hlusta má á viðtalið við Írisi í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira