Kolbrún hélt að hún væri fyrsta barn foreldra sinna Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2016 10:30 Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum. Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Ef þú horfðir ekki á Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi skaltu hætta að lesa, því hér á eftir fylgja upplýsingar um það sem fram kom í þættinum. . . . . „Ég fékk smá sjokk þegar ég fékk þessar fréttir og hugsaði með mér að þetta gæti bara ekki verið,” sagði Kolbrún Sara Larsen í þriðja þætti af Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi en Kolbrún var ættleidd frá Tyrklandi tveggja ára gömul og hefur öll sín 36 ár staðið í þeirri trú að hún hafi verið fyrsta barn mjög ungra foreldra. Upplýsingar frá manni í Tyrklandi, sem samþykkti að hjálpa henni við leitina, kollvörpuðu því litla sem hún taldi sig vita um fortíð sína, en hann færði henni þær fréttir að hún væri yngst fimm systra. Þegar foreldrar Kolbrúnar, Kristrún Sigtryggsdóttir og Hermann Larsen, sóttu hana á barnaheimilið í Ankara fyrir margt löngu var hún mjög vannærð og veikburða auk þess sem talið er að hún hafi verið nefbrotin. Þau fengu mjög takmarkaðar upplýsingar um fortíð hennar og fjölskyldan hefur því aldrei vitað hvers vegna ástandið á henni var eins slæmt og raun bar vitni. Leitin gengur því ekki bara út á að finna fjölskyldu Kolbrúnar heldur einnig að fá svör við því hvað Kolbrún upplifði á fyrstu tveimur æviárum sínum. Kolbrún hélt til Istanbul í þætti gærkvöldsins ásamt sjónvarpskonunni Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur til að hitta manninn sem tókst að grafa upp upplýsingar um fjölskyldu hennar og fékk þar einnig þau tíðindi að líffræðilegir foreldrar hennar væru fráskildir og að móðir hennar væri gift þorpshöfðingja í litla fjallaþorpinu þar sem Kolbrún fæddist. Í enda þáttarins hafði þeim tekist að finna heimili systur Kolbrúnar og bönkuðu upp á, en meðfylgjandi er brot úr þættinum.
Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00 Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Brynja Dan hitti móður sína eftir 30 ára aðskilnað "Er þetta hún?" spurði tárvot Brynja M. Dan Gunnarsdóttir þegar hún fékk að sjá gamla ljósmynd af líffræðilegri móður sinni í þættinum Leitin að upprunanum. 31. október 2016 13:00