Innlent

Bjarni: Eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn láti reyna á stjórnarmyndun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur eðlilegt að hann fái umboð til stjórnarmyndunar. Hann segir flokkinn hafa unnið stærri sigur en aðrir flokkar í kosningunum.

„Ég ætla að benda á nokkrar augljósar staðreyndirnar. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við erum með fyrsta þingmann í öllum kjördæmum. Það er eðlileg niðurstaða að Sjálfstæðisflokkurinn fái tækifæri til þess að láta reyna á stjórnarmyndun.“

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða og 21 þingmann. Aðrir flokkar fengu töluvert færri þingmenn en bæði Píratar og VG, sem voru næst Sjálfstæðisflokknum í fylgi fengu 10 þingmenn. Sjö flokkar eru með mann á þingi og segir Bjarni að augljóst sé að staðan sé nokkuð flókin með tilliti til stjórnarmyndunarviðræða.

„Við sjáum að það er verið að kjósa mikla breidd. Að hluta til voru menn að róa á sömu mið. Nýir flokkar eru að koma inn á kostnað annarra flokka. Varðandi stjórnarmynduna hef ég sagt að menn þurfi að draga andann djúp að fenginni niðurstöðunni.“

Umræðuna í þættinum má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir

Kjörsókn aldrei verið minni

Ríkisstjórnin er fallin en ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengu tuttugu og níu þingmenn kjörna í Alþingiskosningunum í gær af sextíu og þremur. Að minnsta kosti þrjá flokka þarf til að mynda nýja meirihlutastjórn á Alþingi. Kjörsókn hefur aldrei verið minni en í kosningunum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×