Þorgerður: Vinstristjórn hafnað með afgerandi hætti Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. október 2016 16:45 Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði. Kosningar 2016 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Stóra spurningin í ljósi úrslita kosninganna er hverjum Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands felur stjórnarmyndunarumboð að loknum kosningum. Forsetinn mætti til guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun en kirkjan fagnar um þessar mundir 30 ára afmæli. Hann vildi ekki veita viðtal um úrslit kosninganna. Sagði ekki tímabært að ræða við fjölmiðla um þaðð svo stuttu eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í lykilstöðu með tæplega 30 prósenta fylgi og getur myndað ríkisstjórn til hægri eða vinstri. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað stjórn með Framsókn og Viðreisn. Eða með Viðreisn og Vinstri grænum. Það er engum vafa undiroropið að Viðreisn er í sterkri stöðu á miðjunni með 10,5 prósenta fylgi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir oddviti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi segir að lesa megi nokkur skilaboð út úr úrslitum kosninganna. „Viðreisn kemur mjög sterk inn. Þetta er ein sterkasta innkoma stjórnmálaafls síðari tíma. Við erum sterk og við berum með okkur aukið frjálslyndi og rósemi. Um leið er þetta mikill sigur Sjálfstæðisflokksins. Það er tvímælalaust verið að hafna vinstristjórn með afgerandi hætti. Ég vil líka draga fram sterkan sigur hjá Katrínu Jakobsdóttur sem segir mér það að þegar horft er yfir stjórnmálin, það er verið að biðja um breiða skírskotun. Fólk vill ákveðinn stöðugleika og ró og það verði tekið tillit til ýmissa sjónarmiða,“ segir Þorgerður. Hún segir að menn verði að skoða niðurstöður kosninganna yfirvegað og skoða hvaða skilaboð þjóðin sé að senda. Þjóðin vilji frið og stöðugleika. Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar sagði í morgun að það væri eðlilegt að Viðreisn gerði tilkall til stjórnarmyndunar. Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari þessara kosninga. Flokkurinn fékk tæp 30 prósent? „Þeir fengu mjög góða kosninga en við erum að koma inn, glænýr flokkur. Það er fáheyrt að nýr flokkur komi inn á þing með svona sterkum hætti,“ segir Jóna Sólveig. Sjá má viðtöl við Þorgerði Katrínu og Jónu Sólveigu í myndskeiði.
Kosningar 2016 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira