Innlent

Handtekinn eftir bílveltu á Vatnsendavegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn og færður í fangageymslu eftir að hlúð hafði verið að sárum hans á slysadeild.
Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn og færður í fangageymslu eftir að hlúð hafði verið að sárum hans á slysadeild. vísir/heiða
Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um bílveltu á Vatnsendavegi, eða svokallaðri Flóttamannaleið. Ökumaðurinn fór af vettvangi en náðist ekki langt frá og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu er maðurinn grunaður um ölvun við akstur og var hann handtekinn og færður í fangageymslu eftir að hlúð hafði verið að sárum hans á slysadeild.

Fimm aðrir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og þá var bifreið stöðvuð á Skothúsvegi eftir að ökumaðurinn hafði brotið gegn forgangi á gatnamótum. Kom í ljós að hann var 17 ára og hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Var málið tilkynnt forráðamanni.

Um klukkan eitt var síðan tilkynnt um mann við Lindargötu sem var taka í hurðarhúna á húsum í götunni og var að reyna að komast inn. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×