Deildu-dómurinn: STEF segir allt frelsi vera takmörkunum háð Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. október 2016 10:42 Lokað var á síðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“ Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
STEF telur að umræða og ummæli um nýfallna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur um lögbann á fjarskiptafélögin Símafélagið og Hringiðuna hafa verið einhliða. Héraðsdómur staðfesti á mánudag lögbann á þá starfsemi Hringiðunnar og Símafélagsins að veita aðgengi að vefsvæðunum Deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur fyrirskipaði sambærilegt lögbann á stærstu netþjónustufyrirtæki landsins í október 2014. Símafélagið og Hringiðan fylgdu því fordæmi ekki. Samheitið rétthafar er hér notað yfir rétthafasamtök höfunda, listamanna, framleiðenda og annarra rétthafa yfir hljóð- og myndefni, sem hefur verið dreift með ólögmætum hætti á nefndum vefsíðum. Í téðum dómsmálum var STEF í forsvari fyrir alla rétthafa.Sjá einnig:Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest Í tilkynningu frá STEF sem send er fyrir hönd rétthafa segir að enginn vafi sé á að slíkt lögbann hafi áhrif og að rannsóknir og mælingar á netumferð hafi staðfest það. „Aðgerðirnar hafa jafnframt komið af stað umræðu og vakið fólk til umhugsunar. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningunni.Brjánn Jónsson, framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að héraðsdómur hafi komist að mótsagnakenndri niðurstöðu í málinu og tekið undir meginsjónarmið Símafélagsins um tilgangsleysi og skaðsemi lögbannsins. Rétthafar virðast líta öðrum augum á dóminn.Sjá einnig:Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ dómsins „Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að DNS aðferðin er ekki gallalaus og gæti haft einhver truflandi áhrif á internetið. Þau neikvæðu áhrif hafa hins vegar aldrei verið mæld og aldrei hefur verið lagt fram neitt því til sönnunar að netöryggi hafi verið ógnað með slíkum lokunum,“ segir í tilkynningu STEF. Þá segir einnig að dómurinn staðfesti að hagsmunir rétthafa vegi þyngra en óljósir hagsmunir sem kenndir hafi verið við netfrelsi. „Hér er rétt að hafa í huga það augljósa að allt frelsi er háð takmörkunum, t.d. tjáningarfrelsi. Allt frelsi takmarkast almennt af ríkari hagsmunum annarra, að þeir skaðist ekki af frelsinu. Sem betur er t.d. „umferðarfrelsi“ miklum takmörkunum háð. Hvers vegna skyldi það ekki líka gilda um hið svokallaða netfrelsi? Barátta rétthafa beinist gegn ólögmætri starfsemi og vandséð hvaða hagsmunir eru faldir í því að viðhalda eða vernda þá starfsemi.“ Þá segir einnig að því beri að fagna að forsvarsmenn fjarskiptafyrirtækjanna hafi lýst yfir stuðningi við rétthafa í baráttu þeirra gegn ólögmætri dreifingu höfundaréttarvarins efnis. Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir séu þó óraunhæfarSjá einnig: Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega„Þeirra hugmyndir um aðrar baráttuaðferðir sem lúta að því að sækja skaðabætur eða refsingar á hendur þeim sem standa beint að dreifingunni eru hins vegar óraunhæfar. Í það minnsta hafa tilraunir til þess lítinn sem engan árangur borið hingað til. Það hafa rétthafar ítrekað bent á og dómstólar hafa tekið undir þá staðreynd.“ „Að taka og dreifa höfundarvörðu efni án heimildar grefur undan sköpun, framleiðslu og sýningu á nýju efni og eru rétthafar reiðubúnir til að hlusta á allar tillögur sem geta dregið úr skaðanum og sem raska ekki netfrelsi umfram það sem nauðsynleg er.“
Tengdar fréttir Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53 Lögbann á Deildu.net og Pirate Bay staðfest 17. október 2016 19:41 Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Sjá meira
Segja niðurstöðu Deildu-dómsins óskiljanlega Hringiða segir að útfærsla lögbannsins á Deildu og Piratebay geri netið óörugga fyrir notendur allra fjarskiptafélaga. 18. október 2016 13:53
Deildu-dómurinn: Segir héraðsdóm hafa tekið undir „tilgangsleysi og skaðsemi“ lögbannsins Framkvæmdastjóri Símafélagsins segir að STEF sé á villigötum. 19. október 2016 10:20