Framsókn sökuð um fordóma í nýju kosningamyndbandi Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 12:36 Ugla og Steinunn Ása eru meðal fjölmargra sem telja nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins fyrir neðan allar hellur. Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband. Kosningar 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er sakaður um að særa fatlaða og sýna af sér fordóma gagnvart fólki með ólíkar skerðingar í nýju kosningamyndbandi. Myndbönd á samfélagsmiðlum hafa sett mark sitt á þess kosningabaráttu. Nýjasta nýtt í þeim efnum er úr herbúðum Framsóknarflokksins. Hann hefur ekki síst beint sjónum sínum að íþróttaáhugamönnum í kosningabaráttu sinni og hafa þeir til að mynda nánast setið einir að þeim hópi á íþróttastöðvum sjónvarpsstöðvanna, samkvæmt heimildum Vísis. Og nýja myndbandið er í takti við það.Myndbandið er í teiknimyndastíl, Ísland er yfir þrjú núll en þá grípur þjálfarinn til þess að skipta inná varaliði og koma þá inná „leikmenn“ sem eru haltir, eineygir og einfættir.Særandi myndband Steinunn Ása Þorvaldsdóttir sjónvarpskona segir þetta særandi. „Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ skrifar Steinunn Ása á Facebooksíðu sína og deilir myndbandinu. Hún er skipar 5. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður. Steinunn er fráleitt ein um það að telja myndbandið ekki boðlegt. Þannig skrifar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sem vakið hefur athygli fyrir skeleggan málflutning sinn í því sem snýr að málefnum transfólks. Ugla er reyndar einnig í 5. sæti í Reykjavík suður, en fyrir VG. Uglu þykir myndbandið ekki boðlegt. „Ableismi er alltaf klassí, eða hitt þó heldur. Hvað er að frétta, Framsókn?“ En „Ableismi“ er hugtak sem notað hefur verið yfir mismunun og fordóma gagnvart fólki sem býr við skerðingar af ólíku tagi svo sem hreyfi- og þroskahömlun, einhverfu, blindu, döff og geðröskun.Er hægt að leggjast neðar? Myndbandinu hefur verið dreift víða á Facebook, þá af kosningasíðu Framsóknarflokksins. Og þar geysa harðar umræður og er kosningastjórunum ekki vandaðar kveðjurnar. „Guð minn góður, er hægt að leggjast neðar?“ spyr Kristín Helga Karlsdóttir. Freyja Haraldsdóttir segir Framsóknarflokkinn sýna sitt rétta andlit: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ Og Hlíf Steinsdóttir spyr hvort ekki sé í lagi? „Það er fokkin 2016 stjórnmálaflokkur ætti að vita betur en þetta. Hvað næst, auglýsing með konum sem klúðra öllu eða útlendingum sem kunna ekki neitt? Þetta er svo ofboðslega fáránlegt, fordómafullt og rangt, það er ekki hægt að klúðra þessu meir.“ Og þannig má lengi telja til dæmi um ummæli fólks sem mislíkar þetta myndband.
Kosningar 2016 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?