Stjórnarmyndun kemur forsetanum nánast ekkert við Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2016 13:00 Stjórnarmyndun getur hæglega farið fram án aðkomu Guðna Th. En, ef marka má skoðanakannanir verður staðan flókin að loknum kosningum. „Mikill misskilningur er að forseti ráði ferð með því að veita „stjórnarmyndunarumboð“. Smári McCarthy óð meira að segja í þessari villu í útvarpsviðtali um samstarfstilboð Pírata þar sem hann tók fram að auðvitað yrði beðið eftir umboði forseta eftir að talningu lyki. Einn bloggari er svo forskrúfaður að segja um samstarfstilboð Pírata til fjögurra flokka: „Í rauninni er þetta vantraustsyfirlýsing á Guðna Th Jóhannesson sem samkvæmt stjórnarskrá og hefðum ber að stýra stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Stefán Jón Hafstein sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í aðdraganda forsetakosninga efndi Stefán Jón til viðamikils samtals um hlutverk forseta á Facebook. Hann hefur skoðað þetta í þaula og átt í samtali við ýmsa sérfræðinga. Hann segir þetta því miður algengan misskilning. „Engin lagastoð er fyrir þessu „stjórnarmyndunarumboði". Þeir flokkar sem vilja starfa saman og mynda ríkisstjórn á Alþingi og hafa til þess meirihluta gera það einfaldlega og tilkynna forseta og þjóð komi til þess. Þetta getur legið fyrir á sömu mínútu og úrslit liggja fyrir.“ Hins vegar er eitthvað til sem heitir stjórnskipunarhefð en Stefán Jón veltir því fyrir sér hversu lögformlegt gildi slíkt fyrirbæri hefur?Umboð Sigmundar Davíðs á misskilningi byggt Stefán Jón lýsir því svo að hann hafi átt samtal við núverandi forseta, þá sagnfræðing sérfróðan um forsetaembættið, um síðustu áramót einmitt um þetta atriði. „Hann sagði rannsóknir sínar um hvernig þetta hefði gengið fyrir sig í fortíðinni hafa leitt fátt í ljós, afar fá gögn lægju fyrir. Ég spurði í gríni hvort þetta samband forsetans og stjórnmálamanna væru „pappírslaus viðskipti“ og játti hann því hlæjandi. Frumkvæðið að stjórnarmyndun er Alþingis. Klippt og skorið.“Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar sem veitti Sigmundi stjórnarmyndunarumboðið 2013.Síðast var frumkvæðið algerlega Ólafs Ragnars, en spurt er um umboðið? „Vilji forseti án lagastoðar kalla fólk á sinn fund og fela Sigmundi Davíð að mynda stjórn eins og Ólafur Ragnar gerði getur þingið ákveðið að una því. Eða fólk tekur sig bara saman og myndar meirihluta án tillits til þess hvað forseti segir. Lætur hann svo bara vita.“ Þannig má segja að þegar Ólafur Ragnar ákvað að veita Sigmundi Davíð umboð til að mynda stjórn, þá byggi það á misskilningi.Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæðiðStefán Jón bendir á að komi til stjórnarkreppu gæti þurft málamiðlara svo sem Kristján Eldjárn var á sínum tíma, og jafnvel myndunar utanþingsstjórnar eins og Sveinn Björnsson gerði. „Ég var fréttamaður RÚV meðan Eldjárn tók hringinn og var sögulegt þegar Lúðvík Jósepsson fékk umboð. En, þá gekk ekkert í þinginu fyrr en Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæði og myndaði stjórn, lét svo Eldjárn vita! Hann fékk aldrei neitt umboð til að kljúfa D listann. Ég man vel þessa krísu,“ segir Stefán Jón.Guðni telur sig í vera í lykilhlutverkiEn, þó þetta sé svona í pottinn búið, að forsetinn hafi engu sérstöku lögskipuðu hlutverki að gegna nema þá með vísan til einskonar hefðar, virðist Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, ekki líta svo á. Og hefur gleymt öllu um „hin pappírslausu viðskipti“. Guðni sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá. En, samkvæmt athugunum Stefáns Jóns þurfa stjórnmálaleiðtogar ekkert að mæna til Bessastaða í þessu sambandi.Alltaf stefnt að meirihlutastjórn Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur segir það sína skoðun að ef tilteknir flokkar komi sér saman um að mynda stjórn, eru með meirihluta á þingi, þá segja þeir forseta Íslands frá því að þeir muni mynda þessa meirihlutastjórn.Ragnar segir það sína skoðun að ef flokkar komi sér saman um stjórn og hafi til þess meirihluta, þá segi þeir forseta einfaldlega frá því.„Ef að slíkt kemur ekki fram þá ræðir forseti Íslands við forystumanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi og eftir að hafa hlustað á þá velur hann þann sem hann telur líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn, til að mynda stjórnina. Þá er ég alltaf að tala um meirihlutastjórn,“ segir Ragnar.Mikil óvissa í loftinuEn, það getur komið til þess að enginn geti myndað stjórn og þá kemur utanþingsstjórn til álita. „En stjórnmálamenn vilja ekki slíka stjórn og munu gera allt til að koma í veg fyrir það. Svo má bera þetta saman við ástandið á Spáni, þar hefur starfsstjórn starfað í 10 mánuði án þess að hafa meirihluta á þinginu. Ekki fyrr en fyrir örfáum dögum að nærst stærsti flokkurinn ákvað að leggjast ekki gegn því að forystumaður þess flokks myndi minnihlutastjórn. Þar hafa verið haldnar tvennar kosningar til að geta myndað meirihluta án árangurs.“ Ragnar segir ekki óhugsandi að hliðstætt ástand geti myndast hér, að það verði mjög erfitt að mynda stjórn. Þá taki við langvarandi samningaumleitanir milli flokka sem sá leiðir er forseti kallar til slíks. En, það er ef horft er til skoðanakannana. „Það getur orðið spenna í þessu. Vissulega. En við vitum ekkert um það hvernig menn muni svo kjósa á morgun. Mikil óvissa í loftinu.“ Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
„Mikill misskilningur er að forseti ráði ferð með því að veita „stjórnarmyndunarumboð“. Smári McCarthy óð meira að segja í þessari villu í útvarpsviðtali um samstarfstilboð Pírata þar sem hann tók fram að auðvitað yrði beðið eftir umboði forseta eftir að talningu lyki. Einn bloggari er svo forskrúfaður að segja um samstarfstilboð Pírata til fjögurra flokka: „Í rauninni er þetta vantraustsyfirlýsing á Guðna Th Jóhannesson sem samkvæmt stjórnarskrá og hefðum ber að stýra stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir Stefán Jón Hafstein sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Í aðdraganda forsetakosninga efndi Stefán Jón til viðamikils samtals um hlutverk forseta á Facebook. Hann hefur skoðað þetta í þaula og átt í samtali við ýmsa sérfræðinga. Hann segir þetta því miður algengan misskilning. „Engin lagastoð er fyrir þessu „stjórnarmyndunarumboði". Þeir flokkar sem vilja starfa saman og mynda ríkisstjórn á Alþingi og hafa til þess meirihluta gera það einfaldlega og tilkynna forseta og þjóð komi til þess. Þetta getur legið fyrir á sömu mínútu og úrslit liggja fyrir.“ Hins vegar er eitthvað til sem heitir stjórnskipunarhefð en Stefán Jón veltir því fyrir sér hversu lögformlegt gildi slíkt fyrirbæri hefur?Umboð Sigmundar Davíðs á misskilningi byggt Stefán Jón lýsir því svo að hann hafi átt samtal við núverandi forseta, þá sagnfræðing sérfróðan um forsetaembættið, um síðustu áramót einmitt um þetta atriði. „Hann sagði rannsóknir sínar um hvernig þetta hefði gengið fyrir sig í fortíðinni hafa leitt fátt í ljós, afar fá gögn lægju fyrir. Ég spurði í gríni hvort þetta samband forsetans og stjórnmálamanna væru „pappírslaus viðskipti“ og játti hann því hlæjandi. Frumkvæðið að stjórnarmyndun er Alþingis. Klippt og skorið.“Sigmundur Davíð og Ólafur Ragnar sem veitti Sigmundi stjórnarmyndunarumboðið 2013.Síðast var frumkvæðið algerlega Ólafs Ragnars, en spurt er um umboðið? „Vilji forseti án lagastoðar kalla fólk á sinn fund og fela Sigmundi Davíð að mynda stjórn eins og Ólafur Ragnar gerði getur þingið ákveðið að una því. Eða fólk tekur sig bara saman og myndar meirihluta án tillits til þess hvað forseti segir. Lætur hann svo bara vita.“ Þannig má segja að þegar Ólafur Ragnar ákvað að veita Sigmundi Davíð umboð til að mynda stjórn, þá byggi það á misskilningi.Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæðiðStefán Jón bendir á að komi til stjórnarkreppu gæti þurft málamiðlara svo sem Kristján Eldjárn var á sínum tíma, og jafnvel myndunar utanþingsstjórnar eins og Sveinn Björnsson gerði. „Ég var fréttamaður RÚV meðan Eldjárn tók hringinn og var sögulegt þegar Lúðvík Jósepsson fékk umboð. En, þá gekk ekkert í þinginu fyrr en Gunnar Thoroddsen tók sjálfur frumkvæði og myndaði stjórn, lét svo Eldjárn vita! Hann fékk aldrei neitt umboð til að kljúfa D listann. Ég man vel þessa krísu,“ segir Stefán Jón.Guðni telur sig í vera í lykilhlutverkiEn, þó þetta sé svona í pottinn búið, að forsetinn hafi engu sérstöku lögskipuðu hlutverki að gegna nema þá með vísan til einskonar hefðar, virðist Guðni Th. Jóhannesson, nýr forseti lýðveldisins, ekki líta svo á. Og hefur gleymt öllu um „hin pappírslausu viðskipti“. Guðni sagði við Fréttablaðið daginn eftir kjör sitt að snúið gæti reynst að mynda ríkisstjórn. „Forseti ákveður hver skuli fyrst spreyta sig við myndun ríkisstjórnar. Það þarf ég að gera á grundvelli þess sem stjórnmálaleiðtogar segja mér eftir kosningar og á grundvelli þess hvern ég tel líklegastan til að geta myndað ríkisstjórn. Það þarf ekki að vera leiðtogi stærsta flokksins, það þarf ekki að vera leiðtogi þess sem mest hefur unnið á. Það þarf einfaldlega að vera byggt á mati forsetans,“ sagði Guðni þá. En, samkvæmt athugunum Stefáns Jóns þurfa stjórnmálaleiðtogar ekkert að mæna til Bessastaða í þessu sambandi.Alltaf stefnt að meirihlutastjórn Ragnar Aðalsteinsson lögfræðingur segir það sína skoðun að ef tilteknir flokkar komi sér saman um að mynda stjórn, eru með meirihluta á þingi, þá segja þeir forseta Íslands frá því að þeir muni mynda þessa meirihlutastjórn.Ragnar segir það sína skoðun að ef flokkar komi sér saman um stjórn og hafi til þess meirihluta, þá segi þeir forseta einfaldlega frá því.„Ef að slíkt kemur ekki fram þá ræðir forseti Íslands við forystumanna allra stjórnmálaflokka á Alþingi og eftir að hafa hlustað á þá velur hann þann sem hann telur líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn, til að mynda stjórnina. Þá er ég alltaf að tala um meirihlutastjórn,“ segir Ragnar.Mikil óvissa í loftinuEn, það getur komið til þess að enginn geti myndað stjórn og þá kemur utanþingsstjórn til álita. „En stjórnmálamenn vilja ekki slíka stjórn og munu gera allt til að koma í veg fyrir það. Svo má bera þetta saman við ástandið á Spáni, þar hefur starfsstjórn starfað í 10 mánuði án þess að hafa meirihluta á þinginu. Ekki fyrr en fyrir örfáum dögum að nærst stærsti flokkurinn ákvað að leggjast ekki gegn því að forystumaður þess flokks myndi minnihlutastjórn. Þar hafa verið haldnar tvennar kosningar til að geta myndað meirihluta án árangurs.“ Ragnar segir ekki óhugsandi að hliðstætt ástand geti myndast hér, að það verði mjög erfitt að mynda stjórn. Þá taki við langvarandi samningaumleitanir milli flokka sem sá leiðir er forseti kallar til slíks. En, það er ef horft er til skoðanakannana. „Það getur orðið spenna í þessu. Vissulega. En við vitum ekkert um það hvernig menn muni svo kjósa á morgun. Mikil óvissa í loftinu.“
Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira